Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 51

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 51
í skýrslunni segir meöal annars: ,,Árið 1978 voru tollafgreiddir á íslandi 7660 nýir fólksbílar, og alls 8862 nýir og notaöir bílar að CIF verðmæti 10.5 milljarðar kr., þar af fólksbílar og jeppar 7.2 milljarðar. Bílasala og bílanotkun færði ríkissjóði 31.7 milljarða kr. í tekjur á árinu 1978. Af þessum 31.7 milljörðum kr. var aðeins um 11.2 milljörðum eða 35.3% veitt til vegamála. Hefur þetta hlutfall lækkað úr 56.3% á árinu 1975." í framhaldi af þessum tölum skulum við líta á þróunina sem orðið hefur í tollafgreiðslu nýrra fólksbifreiöa, síðastliðinn áratug. Hér má skjóta inn í að nú eru starfandi 22 bílaumboð hérlendis. Ár Innfl. nýrra Bílaeign á fólksbíla 1000 íbúa 1971 6434 253.6 1972 5753 271.2 1973 6332 295.9 1974 8947 329.4 1975 2888 326.9 1976 3784 332.3 1977 6750 360.6 1978 7660 375.0 Hér kemur fram að mest var flutt inn af nýjum fólksbifreiðum árið 1974 en síðan datt innflutningurinn niður. En síðan hefur hann verið að rétta úr kútnum. Verðmæti bílainnflutnings hefur verið misjafnt eins og Ijóslega kemur fram í töflunni hér á eftir. (Tölur í fremri dálki eru í milljónum króna.) Ár Verðmæti bifr. Bílar sem % af Nýir og notaðir innflutningi 1971 798.4 6.7% 1972 805.6 6.9% 1973 1.017.3 5.8% 1974 1.596.3 6.1% 1975 881.9 2.4% 1976 1.564.3 3.4% 1977 3.944.0 4.8% 1978 6.270.2 5.7% Á þessari töflu sést vel hvernig gildi krónunnar hefur dottið niður úr öllu valdi því að krónutalan hækkar mjög en hlutur bílainnflutnings stendur í stað. í skýrslunni er sett upp athyglisverð tafla þar sem veðr innflutts bíls er sunduriðað. Það er víst ekki ofsögum sagt um álagningu ríkisins. Sundurliðað söluverð bíls: Verksmiðjuverð 28.5% Ríkið 58.9% Flutningur 6.1% Innflytjandi 6.5% Að lokum skulum við glugga í nokkrar tölur: í árslok 1978 var talið að 81.141 bílar hafi verið í notkun á íslandi og þar af 75.697 fólksbílar. Flestir þessara bíla brenndu bensíni sem orkugjafa og víst hefur það bensín kostað skildinginn. En þrátt fyrir það er bensín- notkun aðeins um 15.5% af heildareldsneytisnotkun landsmanna.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.