Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 54
Vestur-þýzku bilarnir elns og Audi elga í erfiðleikum á bílamarkaði hér.
ir." Árni kvað þá hafa orðið vara
við nokkurn samdrátt. ,,Eins og
aðrir," bætti hann við. ,,En þróun-
in í átt til sparneytnari bíla er okkur
hagstæð að ég tel."
Ítalía kemur síðan í fjórða sæti
en þaðan voru tollafgreiddar 174
nýjar fólksbifreiðar á fyrri hluta
ársins á móti 185 á síðasta ári. Við
spurðum Einar Davíðsson hjá
Fiat-umboðinu að því hvort salan
hefði minnkað. ,,Nei, hún hefur
ekki minnkað sem slík en við höf-
um ekki fengið eins mikið af bílum
og við óskuðum eftir vegna ýmissa
ástæðna en þaö liggur inni nóg af
pöntunum. Ég tel að við höfum
orðið ofan á í samkeppninni sem
nú er, því að við erum með spar-
neytna bíla."
Næst í röðinni kemur síðan
Frakkland en þaðan voru fluttir inn
174 bílar á fyrri hluta þessa árs, á
móti 264 á fyrri hluta síðasta ár,
Þýska alþýðulýðveldið með 171
fólksbíl á móti 158 bílum í fyrra og
loks Vestur-Þýskaland en það-
an voru tollafgreiddar 143 bifreiðar
hingað til lands á móti 284 á fyrri
hluta ársins 1978.
Mikill samdráttur hjá
Heklu
Eina fyrirtækið sem við höfðum
samband við og ekki var gott hljóð
í, var Hekla h/f en það fyrirtæki
flytur inn v-þýsku bílana Volks-
wagen og Audi. Ingimundur Sig-
fússon, forstjóri, sagði þetta um
ástandið: ,,Það fer ekki á milli mála
að það hefur orðið verulegur
samdráttur hjá okkur. Ég tel að
ástæðan sé aðallega sú að það er
mjög mikið um undirboð á bílum
núna og ég fullyrði að þannig sé
Enn aukin þjónusta
Höfum opnaó
Smurstöð i Garðabæ
Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg
Þar bjóðum við bifreiðaeigendum fjölbreytta
þjónustu, meðal annars:
• alhliða smurningsvinnu
• loft- og olíusíuskipti
• endurnýjun rafgeyma og tilheyrandi hluta
• viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl.
Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum.
Olíufélagið Skeljungur hf.
Smurstöð Garðabæjar
Þorsteinn Ingi Kragh
Sfmi: 42074
54