Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 70

Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 70
 • SKJALASKÁPAR fyrirliggjandi með 2, 3 og 4 skúffum í A 4 og folíóstærðum. • PENINGASKÁPAR • SPJALDSKRÁRSKÁPAR í DIN og ensk,um stærðum. EGILL GUTTORMSSON SUÐURLANDSIÍRAUT 4 — SÍMI 82788 /* „Svona er þetta nú oft á þessum bæ,“ sagði Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, þegar fréttamenn FV bar að garði. Hjá stöðinni þennan dag var sannarlega nóg að starfa við botnhreinsanir á skipum hvaðan- æva að af landinu. „Þetta ástand er þó ekkert til aö byggja á fyrir skipasmíðastöð með 300 manns ívinnu," sagði Gunnar. „Staðreyndin er sú að við höfum engin verkefni á borðinu hjá okkur og það verður ekki annað sagt en að það er hrikalegt að reka þetta svona áfram. Ef svo heldur áfram, þá er ekki annað að sjá en að verulegur samdráttur muni verða hjá fyrirtækinu. Meðan ekki er unnið að nýsmíðum jafnframt við- gerðum og viðhaldi þá er stöðug- leikinn lítill. Þegar kemur fram á vertíðina er ekki lengur um þessi verkefni við botnhreinsanir að ræða,“ sagði forstjórinn. 17. stærsta fyrirtæki landsins Slippstöðin er mikið fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Á lista Frjálsrar verzlunar á síðasta ári var Slippstöðin 17. stærsta fyrírtæki landsins með 12.788 tryggðar vinnuvikur og 246 starfsmenn að meðaltali yfir árið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið verið að þokast upp þennan lista stærstu fyrir- tækjanna. Þá er fyrirtækið 19. hæsti skattgreióandi meðal fyrir- tækja landsins. „Okkar helzti styrkur hér er sér- hæfing í að útbúa fiskiskip. Og hér höfum við safnað að okkur dýr- mætri tæknikunnáttu, sem okkur finnst að eigi að nýtast sem allra bezt. Okkar draumur er sá að við getum byrjað að smíða fiskiskip eftir okkar eigin teikningum, án þess að hafa endilega kaupanda tiltækan, kaupandinn birtist fyrr eða síðar. Ég get ekki sagt að stjórnvöld séu blind í þessum vanda skipasmíðanna. Líklega er vandamálið í þessu kerfi okkar að enginn tekur af skarið og of margir aðilar koma við sögu hverju sinni. Þetta er ekki heldur bankamál, heldur mál sjóðanna. Það virðist eins og að sjávarútvegssjóðirnir séu ekki fyrir iðnaðinn, og öfugt.“ 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.