Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 79

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 79
N Thule, drykkurinn sem gerði Akureyri fræga: Brugga sterkt og gott öl en þynna síðan í 2g5°/o . . . og hér er Pétur að sýsla við gerilinn og að baki hans eru dyrnar að „því allra helgasta" í brugghúsinu, gerla- klefanum. Ölgeymar Sana geta rúmað allt að 240 þúsund lítra. Bruggari fyrir- tækisins, Pétur Jóhannsson, var einmitt að huga að gerlunum sinum, þegar fréttamenn bar að garði. Vandvirkni og þrifnaður er fyrsta boðorð bruggmeistarans. Gerlarnir eru merkilegar „skeþnur" og þurfa mikillar umhugsunar vió. Þeir eru geymdir og látnir fjölga sér í hinu ,,allra heilagasta" í verksmiðjunni, allstórum klefa á efri hæð hússins. Oft hellt niður öli Ölgerðin er öll miklu vandasamari en gosdrykkjagerð. Og fari gruggað öl í gegn, þarf að innkalla heilu sendingarnar. Að ekki sé talað um alkóhólmælingarnar. Þár má engu skeika, ef varan á að vera lögleg á markaði. Hefur af þessum sökum þurft að hella niður talsverðu magni af öli í verksmiðjunni. Öli sem var of sterkt fyrir íslendinga. Aðaleigandi Sana er Páll G. Jónsson, kenndur við Pólarís í Reykjavík. Auk hans eiga KEA og Akureyrarbær og reyndar fleiri aðilar litla hluti í fyrirtækinu. Raunar er Sana eigandi aó Sanitas h.f. í Reykjavík og hafa fyrirtækin bróður- eða systurlega samvinnu í rekstrinum varðandi vöru- dreifinguna. STOFIMAMIR, FÉLÖG VERZLUN ARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaupsýslumanna og fyrir- tækja. Tilgangur þess er að vinna að sameiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efnahagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, simi 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavík. 0 KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umboðssala. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNAnCÖTU 14 -- REYKJAVlK — SlMI 10650. 79 L

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.