Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 86

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 86
Grein eftir Leó M. Jónsson rekstrartækni- fræðing. Skrifstofuhúsnœði þarf að skipuleggja og hanna eins og aðra vinnustaði eigi þeir að gegna hlutverki sínu í hvívetna. Þegar hlut- verk skrifstofu- húsnœðis er annars vegar til umrœðu kemur oft í Ijós að fólk gleymir ein- stökum þáttum þess og því vill það brenna við að skrifstofur upp- i fylli ekki þau skilyrði sem gera vinnustað virkan og þœgilegan. í þessari grein er tœpt á ýmsum atriðum sem upp koma þegar skrif- stofuhúsnœði er skipulagt og bent á ýmislegt sem ákvarða þarf strax í upphafi svo komist verði hjá I ýmsum óþœgindum og óþarfa kostnaði. HONNUN SKRIFSTOFU HÚSNÆÐIS Á undanförnum árum hefur oft heyrst gagnrýni á þá sem skipu- leggja og hanna vinnustaði og þá oftast fyrir ýmsa agnúa sem taldir eru vera á aðstöðunni. Sennilega er algengasta umkvörtunarefnið loftræsting, enda er þar víða pott- ur brotinn. Arkitektum og öðrum hönnuðum er legið á hálsi fyrir að taka ekkert tillit til annars en útlits, fagurfræðin er látin hafa forgang en ,,praktísk" atriði gleymast. Af fenginni reynslu á undanförnum árum tel ég að hér sé oftast um óréttmæta gagnrýni að ræða og oftast kemur hún frá starfsfólki, sem ekki þekkir þær forsendur sem hönnuði og skipuleggjanda voru markaðar í upphafi af þeim sem samþykktu reikninga fyrir- tækisins á þeim tíma. Hvort sem fólk er þeirrar skoð- unar að íslensk fyrirtæki séu yfir- leitt illa rekin eða ekki er það stað- reynd að fjármagn er af skornum skammti hér á landi og sá sem ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis verður, hvort sem honum er það þvert um geð eða ekki, að skera niður allan kostnað sem hann telur sig geta veriö án með góðu móti. Vanda- máliö er yfirleitt þess eðlis að ákvarðanir um sparnað í innrétt- ingum og búnaði á skrifstofum er ekki byggt á réttu mati, — það vantar nauðsynlegar upplýsingar til þess að vega og meta hag- kvæmni valkosta. Svo dæmi sé tekið: Loftræsti- kerfi af fullkominni gerð eru dýr í innkaupum og uppsetningu. Loft- ræstikerfi er annað og meira en nokkrar ,,eldhúsviftur“ í glugga til 86

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.