Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 93

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 93
Loftræsting Eins og áður var sagt eru al- gengustu gallar skrifstofuhús- næðis tengdir loftræstingu, eða réttara sagt skorti á nægilegri loft- ræstingu. Fyrir daga tvöfalda einangrun- arglersins varð fólk yfirleitt ekki vart við óþægindi vegna skorts á loftraka. Samspil kaldra glugga- flata og heita loftsins innifyrir sá fyrir nægilegum loftraka á sjálvirk- an hátt. Núorðið er loftþurrkur víða vandamál. Ástæðan er t.d. aukin einangrun húsa, t.d. með tvöföldu gleri og einnig notkun tækja sem þurrka loft, má þar nefna Ijósrit- unarvélar m.a. Það er því engin ímyndun hjá fólki þegar það kvartar undan því að ekki sé nægjanlegur raki í loft- inu og þessvegna sé það með höfuðverk þegar líóa tekur á dag- inn. Rakatæki geta hæglega leyst þennan vanda. Þar sem loftræst- ing er af skornum skammti koma rakatækin ekki að fullum notum við að leysa vandann, til þess þarf loftræstikerfi. Stundum má leysa málið á einfaldan hátt. Aðalatriðið er að jafnmikiu lofti sé blásið inn og sogað er út, eða að meira lofti sé blásið inn í gegnum ryksíur þegar óskað er yfirþrýstings inni til að koma í veg fyrir að ryk dragist inn frá götu. Þegar um nýtt húsnæði er aö ræða fyrir skrifstofur, verzlanir og mörg iðnfyrirtæki, er undantekn- ingarlaust hagkvæmast að sam- eina loftræstingu og upphitun. Þetta er gert með sambyggðu loft- ræsti- og lofthitunarkerfi. Þegar kostnaður við slíkt kerfi er skoð- aður má draga kostnað við mið- stöðvarofna og ofnalagnir frá og er það yfirleitt stór upphæð. Kostur slíkrar upphitunar og loftræstingar er sá að sjálfvirk stýring er mun auöveldari og virk- ari, en þannig má tryggja vellíðan þeirra sem vinna á staðnum, og rakavandamál er úr sögunni þar sem í þessum kerfum eru yfirelitt sjálfvirkir rakagjafar. Nú á síðari árum hafa íslenzkar blikksmiðjur sérhæft sig í hönnun og smíði sambyggðra lofthitakerfa og óhætt er að fullyrða að ef þessi kerfi eru hönnuð af þeim sem reynslu hafa á þessu sviði er engin hætta á öðru en að rekstur þeirra gangi snurðulaust og að þau séu hagkvæmasti kosturinn þegar öllu er á botninn hvolft. r Fjölþætt tölvuþjónusta Hagsýslu h.f. VIÐSKIPTAVINIRNIR Á ANNAÐ HUNDRAÐ Fyrirtækið Hagsýsla h.f. býður upp á margháttaða tölvuþjónustu fyrir jafnt einkaaðila sem sveitar- félög. Þessi tölvuþjónusta feist aðallega í vinnslu bókhalds, fjár- hagsbókhalds, viðskiptamanna- bókhalds, launabókhalds, birgðabókhalds og gjaldenda- bókhalds fyrir sveitarfélög. Um er að ræða jafnt innskriftir sem útskriftir og vinnslu á ein- stökum reikningum eða liðum úr bókhaldinu. Einnig geta viðskipta- vinirnir komið með bókhald sitt innskrifað á diskettu eða þá að þeir koma með fullfært bókhald og sér þá Hagsýsla um að inn- skrifa það. Stjórnendur og aðaleigendur Hagsýslu h.f. eru Reynir Ragnars- son og Árni Börn Birgisson, báðir löggiltir endurskoðendur og reka þeir endurskoðunarskrifstofu, sem er óháð rekstri Hagsýslu, en bæði þessi fyrirtæki eru til húsa að Tjarnargötu 14. Margvíslegir kostir Fjárhagsbókhaldið, hvort sem er dagbók, hreyfingarlistar eða aðalbókhald er hægt að fá unnið mánaöarlega, ársfjórðungslega eða eftir árið, allt eftir óskum og þörfum viðskiptavinanna. Þeir kostir sem eru samfara tölvu- vinnslunni eru margir. Þeir helstu eru þeir að það er fljótlegra og hver einstakur reikningur veröur gleggri. Af þessu leiðir að upplýs- ingastreymi veröur meira og ákvarðanir fljótteknari en ella. í viðskiptamannabókhaldinu er möguleiki að fá margskonar út- skriftir s.s. útskrift á reikningum viöskiptavina, víxlum, vöxtum við- skiptaskulda, vöxtum viðskipta- víxla o.fl. Somuleiðis er hægt að flokka viðskiptavinina niður eftir t.d. svæðum eða viðskiptum þeirra. Útreikningar dráttarvaxta Þaö hefur komið í Ijós að vinnsla á viðskiptamannabókhaldinu hef- ur komið að mjög góðum notum. Talvan reiknar m.a. dráttarvexti af skuldum viöskiptavinanna, en sum fyrirtæki hafa aldrei haft nema skaðann af drætti á greiðslum. Nú bregður svo við, að þessi fyrirtæki hafa umtalsverðar fjárhæðir upp úr því að vaxta viðskiptaskuldirn- ar, auk þess sem viðskiptavinirnir standa betur í skilum en áður. Hagsýsla h.f. var stofnað 1976 og eru viðskiptavinirnir nú á annað hundrað talsins. Fyrirtækið á tölvu af gerðinni IBM, System 32 og þrjú innskriftaborð. Það býður einnig upp á uppsetningu á bókhalds- kerfum og einnig hefur fyrirtækið kerfisfræðing á sínum snærum til aðstoðar við viöskiptavini sína. 93

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.