Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 96

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 96
Hægt að merkja fyrirskipanir á bandinu Hlnn nýl ht]óðrltl frá Phlllps. Hann er svlpaður á stærð og meðal ferðaútvarpstækl. Nýjung í hljóðritun frá Philips: Vörumerkiö Philips er mjög þekkt og yfirleitt talið tryggja bæði vöruvöndun og gæði. Philips hefur nú komið á markaðinn með nýja gerð af hljóðriturum (dictafonum), en Philips hefur verið í fararbroddi í gerð slíkra hljóðrita um nokkurt skeið. Hinn nýi hljóðritari nefnist Philips 302 og 303. Þetta nýja tæki er búið nokkrum nýjungum sem ekki hafa áður verið á slíkum tækjum hjá Philips. í tækið eru notaöar sérstakar smásnældur, sem einnig passa í hin litlu handsegulbönd sem nú er svo mjög farið að nota hérlendis jafnt sem erlendis. Hin nýja snælda nefnist ,,mini-casette 2“ og er með „visual mark and find“, þ.e. sá sem les inn á snælduna getur með því aö þrýsta á hnapp í hljóðnemanum gert merki í upptökuna. Þetta merki getur verið til áherslu, eöa skýringa fyrir ritarann. Um leið og þetta merki er sett kemur það fram á bandinu sjálfu og einnig á snælduhylkinu. Síðan þegar ritarinn spilar snæld- una kemur það fram á réttum stað. Til eru tvö merki annað fyrir orðalengd og hitt fyrir aðrar sérstakar fyrirskipanir til ritarans. Tækið er frekar lítið, á stærö við meðal ferðaútvarpstæki. Umboðsaðili fyrir Philips hér á landi er Heimilistæki h.f.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.