Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 41

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 41
vinnustöðin virðist vera hluti af móðurtölvunni þegartengingin er virk. Tengingar við gagnanet (X.25, X.28 og X.400)verða brátt algengar hér á landi sem annars staðar. Notendur stakra tölva geta komist í samband við netkerfi fyrirtækja um síma og þar með hafa þeir alla tengimöguleika netsins heima hjá sér. Notendur nets geta tengst millitölvum með margvíslegum hætti án þess að verða þess raunverulega varir í vinnslunni á hvern hátt slík tengsl eru. Með því að nota netkerfi sem hefur gátt (Gateway) yfir í milli- tölvu má hægt og bítandi skipta millitölvukerfi út fyrir net. Netkerf- ið er sett upp samhliða millitölv- unni, notendur vinna ritvinnslu, töflureikna o.þ.h. á sínar einka- tölvur og nota skjáherma til að tengjast t.d. bókhaldi í millitölv- unni. Með þessu móti má gang- setja nýtt bókhaldskerfi sem byggist á netnotkun án þess að leggja eldra kerfi fyrr en nýja kerf- ið telst nægilega öruggt. Líftími millitölvunnar lengist vegna þess að verk sem gjarnan eru millitölv- um þung flytjast á einkatölvurnar. En nú eru líka að fæðast aðrar lausnir. Novell kynnti nýlega NetWare/ VMS sem keyrir á DEC VAX tölv- um. Með NetWare/VMS er VAX tölvan orðin netmiðstöð og eru notendur stöku tölvanna þá með aðgang að sameiginlegum eigin- leikum hennar. Stjórnandi VAX tölvunnar sér hins vegar skrár PC tölvanna sem VMS skrár. Not- andi getur fengið sama notanda- heiti og lykilorð á netið og hann hefur á VAX tölvunni. ERFIÐLEIKAR HJÁ FRAMLEIÐENDUM MILLITÖLVA Þegar framtíðarmöguleikar heilla kerfa eins og hér hefur verið lýst eru metnir verður að líta til margra átta. Það er ekki nóg að tæknimennirnir segi sitt álit, það verður einnig að horfa til markað- arins og fjármálamannanna til að fá samanburð. Tiltrú fjármála- mannanna á möguleika er einatt talin endurspeglast í hlutabréfa- markaðinum, því menn fjárfesta aðeins í þeim fyrirtækjum (og þar með markaðsmöguleikum) sem talin eru vera vænleg til framtíðar- innar. 41

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.