Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 10

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 10
 FRETTIR SIGURÐUR HELGASON A AÐALFUNDI FLUGLEIÐA: DREIFÐARIEIGNARAÐILD ÆSKILEG Stórar tölur settu svip sinn á aðalfund Flugleiða sem haldinn var 21. mars. Vegna söluhagnaðar á flugvélum félagsins varð hagnaður ársins 806 milljónir króna og bók- færð eiginfjárstaða er komin í 2,2 milljarða króna og hefur aldrei verið betri. A síðustu 2 árum hefur hagnaður af sölu fjármuna numið 1300 milljónum. Gífurlegar fjárfesting- ar eru framundan hjá Flugleiðum, eða um 12 milljarðar í flugvélum og 1 inilljarður vegna flug- skýlis og endurnýjunar hótela félagsins. Þá er innanlandsflugflotinn alveg eftir. Vegna stóraukinna skuldbindinga var ákveð- ið að hefja sölu á viðbót- arhlutafé í félaginu. Fundurinn samþykkti 150 millj. kr. nýtt hluta- fjárútboð sem selt verður á yfirverði í samræmi við Sigurður Helgason. markaðsaðstæður. Sig- urður Helgason stjórnar- formaður lét þess getið í ræðu sinni að hann hefði viljað ganga mun lengra í sölu á nýju hlutafé en samstaða hafi ekki tekist nú um stærra skref. Sig- urður taldi að æskilegt hefði verið að fá heimild þessa aðalfundar til hlutafjárútboðs að fjár- hæð 650 milljónir króna sem ráðstafað hefði verið á þremur árum. Sigurður lét í ljós þá skoðun að hlutafjáreign í félaginu þyrfti að vera dreifðari og æskilegt væri að fjölga hluthöfum. Hann benti á VERSLUNARBANKINN: BÝÐUR MÖNNUM í VINNINGSLIÐIÐ Verslunarbankinn hef- ur kynnt nýtt markaðs- átak þar sem viðskipta- mönnum bankans er boð- ið í Vinningsliðið. Bankinn hefur að und- anförnu lagt áherslu á sérstöðu. Menn hafa orð- að það svo að samanborið við sumar aðrar innlán- astofnanir sé Verslunar- bankinn smár - en hann sé engu að síður knár. Markaðsgreining hófst útlánamegin þegar bank- inn tók upp kjörvexti og nú er komið að innlánshlið- inni þar sem viðskiptavin- um sem uppfylla viss skil- yrði eru boðin hlunnindi Vinningsliðsins sem felast m.a. í tiltekinni yfirdrátt- arheimild, fríum tékkheft- um, fríu greiðslukorti og beinni persónulegri þjón- ustu svonefnds liðsmanns auk fleiri hlunninda. Nú þegar munu um 2000 viðskiptavinir bankans uppfylla skilyrði til að vera í Vinningslið- inu. Það mun vera um eitt ár síðan tæknilegur und- irbúningur hófst innan bankans fyrir þetta mark- aðsátak sem unnið er undir forystu Tryggva Pálssonar bankastjóra en fjöldi starfsmanna og stjórnenda bankans í ýmsum deildum hefur tekið þátt í undirbúning- að Flugleiðir væru þjón- ustufyrirtæki allra lands- manna í viðkvæmri starf- semi sem þyrfti á öllu öðru að halda en stimpli einokunar. AÆTLANA- MISTÖK Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 1988 voru af- greidd var gert ráð fyrir tekjuafgangi. En hvað hefur komið á daginn. I byrjun september 1988 boðaði Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi fjármálaráðherra að fjár- lagahallinn yrði 700 mill- jónir. Um miðjan október sagði nýr fjármálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, að fjárlagahall- inn yrði 3000 milljónir. Upp úr miðjum nóvem- ber taldi Ólafur Ragnar að hallinn stefndi í 5000 milljónir króna. I desember var opin- beruð áætlun um 6500 milljón króna halla. í febrúarbyrjun 1989 gaf ráðuneyti fjármála út enn eina áætlun þar sem fjárlagahallinn var kom- inn í 7200 milljónir króna. Loks upplýstu stjórn- völd þann 9 mars sl. að nýjustu tölur um fjárlaga- halla sýndu 7700 milljón- ir króna. Þá hafði fjár- lagahallinn 11 faldast frá í september. Ætli þetta sé það sem kallað er „festa í ríkis- fjármálum"? 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.