Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 10
 FRETTIR SIGURÐUR HELGASON A AÐALFUNDI FLUGLEIÐA: DREIFÐARIEIGNARAÐILD ÆSKILEG Stórar tölur settu svip sinn á aðalfund Flugleiða sem haldinn var 21. mars. Vegna söluhagnaðar á flugvélum félagsins varð hagnaður ársins 806 milljónir króna og bók- færð eiginfjárstaða er komin í 2,2 milljarða króna og hefur aldrei verið betri. A síðustu 2 árum hefur hagnaður af sölu fjármuna numið 1300 milljónum. Gífurlegar fjárfesting- ar eru framundan hjá Flugleiðum, eða um 12 milljarðar í flugvélum og 1 inilljarður vegna flug- skýlis og endurnýjunar hótela félagsins. Þá er innanlandsflugflotinn alveg eftir. Vegna stóraukinna skuldbindinga var ákveð- ið að hefja sölu á viðbót- arhlutafé í félaginu. Fundurinn samþykkti 150 millj. kr. nýtt hluta- fjárútboð sem selt verður á yfirverði í samræmi við Sigurður Helgason. markaðsaðstæður. Sig- urður Helgason stjórnar- formaður lét þess getið í ræðu sinni að hann hefði viljað ganga mun lengra í sölu á nýju hlutafé en samstaða hafi ekki tekist nú um stærra skref. Sig- urður taldi að æskilegt hefði verið að fá heimild þessa aðalfundar til hlutafjárútboðs að fjár- hæð 650 milljónir króna sem ráðstafað hefði verið á þremur árum. Sigurður lét í ljós þá skoðun að hlutafjáreign í félaginu þyrfti að vera dreifðari og æskilegt væri að fjölga hluthöfum. Hann benti á VERSLUNARBANKINN: BÝÐUR MÖNNUM í VINNINGSLIÐIÐ Verslunarbankinn hef- ur kynnt nýtt markaðs- átak þar sem viðskipta- mönnum bankans er boð- ið í Vinningsliðið. Bankinn hefur að und- anförnu lagt áherslu á sérstöðu. Menn hafa orð- að það svo að samanborið við sumar aðrar innlán- astofnanir sé Verslunar- bankinn smár - en hann sé engu að síður knár. Markaðsgreining hófst útlánamegin þegar bank- inn tók upp kjörvexti og nú er komið að innlánshlið- inni þar sem viðskiptavin- um sem uppfylla viss skil- yrði eru boðin hlunnindi Vinningsliðsins sem felast m.a. í tiltekinni yfirdrátt- arheimild, fríum tékkheft- um, fríu greiðslukorti og beinni persónulegri þjón- ustu svonefnds liðsmanns auk fleiri hlunninda. Nú þegar munu um 2000 viðskiptavinir bankans uppfylla skilyrði til að vera í Vinningslið- inu. Það mun vera um eitt ár síðan tæknilegur und- irbúningur hófst innan bankans fyrir þetta mark- aðsátak sem unnið er undir forystu Tryggva Pálssonar bankastjóra en fjöldi starfsmanna og stjórnenda bankans í ýmsum deildum hefur tekið þátt í undirbúning- að Flugleiðir væru þjón- ustufyrirtæki allra lands- manna í viðkvæmri starf- semi sem þyrfti á öllu öðru að halda en stimpli einokunar. AÆTLANA- MISTÖK Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 1988 voru af- greidd var gert ráð fyrir tekjuafgangi. En hvað hefur komið á daginn. I byrjun september 1988 boðaði Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi fjármálaráðherra að fjár- lagahallinn yrði 700 mill- jónir. Um miðjan október sagði nýr fjármálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, að fjárlagahall- inn yrði 3000 milljónir. Upp úr miðjum nóvem- ber taldi Ólafur Ragnar að hallinn stefndi í 5000 milljónir króna. I desember var opin- beruð áætlun um 6500 milljón króna halla. í febrúarbyrjun 1989 gaf ráðuneyti fjármála út enn eina áætlun þar sem fjárlagahallinn var kom- inn í 7200 milljónir króna. Loks upplýstu stjórn- völd þann 9 mars sl. að nýjustu tölur um fjárlaga- halla sýndu 7700 milljón- ir króna. Þá hafði fjár- lagahallinn 11 faldast frá í september. Ætli þetta sé það sem kallað er „festa í ríkis- fjármálum"? 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.