Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 16

Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 16
FORSIÐUGREIN skyldumeðlima er að ræða; systkina eða annara ætt- menna. Þessi skilningur útilokar þó ekki að innan fyrir- tækjanna séu fleiri stjórnendur en þeir sem tilheyra „ætt- inni“. Af stærri fyrirtækjum falla í þennan hóp fyrirtæki eins og Hekla hf., Ó. Johnson og Kaaber hf., Hagkaup, Ingvar Helgason hf., Húsasmiðjan hf, BYKO, Kristján Siggeirs- son hf., Prentsmiðjan Oddi hf., Prentstofa G. Benediktssonar, Har- aldur Böðvarsson og Co., Radíóbúð- in, Plastprent hf., Plastos hf., Penn- inn sf., Globus hf., Karnabær hf., Einar Guðfinnsson hf. og Holtabúið hf.( en bræðurinir þar eiga og reka fleiri fyrirtæki eins og Fóðurblönd- una hf., Ewos hf. og Kornax hf.). VAXTARVERKIR FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKJA En eru þessi fyrirtæki og fleiri svipuð líldeg til þess að verða svokölluð fjölskyldufyrirtæki til frambúðar. I sam- tölum sem Frjáls verslun átti við ýmsa fræðimenn og þá sem að fjölskyldufyrirtækjum standa kom fram að margt bendir til að svo verði ekki. Miklu meiri líkur séu á því að mörg þessara fyrirtækja endi sem almenningsfélög. I þessu sambandi talar Ami Vilhjálmsson um rök eða hag- kvæmni stærðar og vaxtarverki fjölskyldufyrirtækja. Oft er fyrirtækjum það kappsmál að eflast meira en fjölskyldan ræður við. Kalla þarf til sérfróða menn og aukið fjármagn er nauðsynlegt til framkvæmda. Það þarf að leita út fyrir raðir fjölskyldunnar bæði hvað varðar mannafla og fram- kvæmdir sem leitt getur til þess að opna þurfi fyrirtækið og nýir meðeigendur koma til sögunnar. Þetta reynir á gamla fjölskyldumunstrið og nýir meðeigendur geta unnið á móti hagsmunum fjölskyldunnar. Það er vissulega mun flóknara að stjórna stóru fyrirtæki en smáu og þjóðfélög nútímans verða sífellt flóknari. Fyrirtæki sem vilja fylgjast með og verða ofan á í sam- keppninni verða að tileinka sér nýjustu tækni og vísindi og verða í mörgum tilfellum að sjá fyrir þær breytingar sem kunna að koma fram. Þessi fyrirtæki verða að hafa á sérmenntuðu liði að skipa, einnig á sviði stjórnunar og reksturs. Það er hins vegar ekki gefið að slíkir aðilar séu fyrir hendi innan fjölskyldunnar. Og þó svo væri er flóknara að reka fjölskyldufyrirtæki vegna þess að af- komendum fjölgar eftir því sem fleiri ættliðir bætast við. FJÖLSKYLDUHARMLEIKIR „Það er sorglegt hvemig farið getur fyrir einstaklingn- um og raunar heilu fjölskyldunum þegar ofuráhersla er lögð á að afkomendurnir komi inn í fyrirtækin. Við höfum mörg dæmi um fjölskylduharmleiki innan fyrirtækja á ís- landi. Það koma upp deilur í sambandi við kynslóðaskiptin, þ.e. hverjir af afkomendunum eigi að taka við og hverjir eigi að eiga aðild að stjómuninni. Þessar deilur stjómast oftar en ekki af tilfinningasemi og blóðtengslin em sett ofar hagsmunum rekstrarins. En eru afkomendurnir hæfir til að taka við? Hafa þeir þá víðsýni og menntun sem til þarf í fyrirtækjum nútímans og ef svo er hafa þeir virkilegan áhuga á því að starfa innan fyrirtækisins? Hafa þeir ekki lifað við of miklar vellystingar og verið of vemdaðir inni í fyrirtækinu til þess að standa af sér straumana þegar þeir þurfa síðan að standa einir og óstuddir? Nei, fjölskyldufyr- irtæki eru mjög viðkæm og það þarf að hlúa mjög vel að þeim eigi þau að dafna vel. Ef fjölskyldan ber hins vegar gæfu til að standa vel saman og hefur þann metnað sem til þarf getur ijöl- skylduformið reynst fyrirtækjum mjög heillavænlegt," sagði Reynir Kristinsson rekstrarráðgjafi hjá Hag- vangi hf. í samtali við blaðið. Reynir sagði það mjög hættulegt þegar fjölskyldufyrirtæki hreinlega gleyptu afkomendur sína. Dæmi um slíkt væri þegar ættingi hæfi störf hjá fyrirtæki mjög ungur að árum, byrjaði ef til vill á lagemum, færi síðan að vinna við söluna, hellti sér af dugnaði út í reksturinn og gæfi sig að honum af lífi og sál. Þessi einstaklingur hefði lítinn tíma til að sinna skólabókunum og léti menntun sína sitja á hakanum. Hann hættir því frekar ungur í skóla og vaknar síðar upp við vondan draum þegar hann fer að finna fyrir skorti á þekkingu og tæknikunnáttu til þess að geta tekið þátt í stjórnun og uppbygg- ingu fjölskyldufyrirtækisins. „I mörg- Hugsanlega er það eitthvað í eðli okkar íslendinga sem gerir það að verkum að okkur gengur fremur illa að vinna saman. 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.