Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 8

Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 8
FRETTIR STÓRPÓLITÍSKT SLYS - SEGIR ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNAR UM ÚTVEGSBANKASÖLUNA ad samtengingin mundi unnar sem verslunar- og enn auka styrk Kringl- athafnasvæðis. Skömmu eftir að ríkis- stjórnin gekk frá sölu Ut- vegsbankans til einka- bankanna þriggja var málið tekið fyrir í þing- flokki Framsóknar þar sem mörgum var heitt í hamsi. Fyrir fundinum lá greinargerð sem Frjáls verslun hefur undir hönd- um en veit ekki hver tók saman. I upphafi greinargerð- arinnar segir: „Salan á Utvegsbanka til þeirra afla er standa að Iðnaðar- og Versiunarbanka er stórpólitískt slys.“ Síðan er fjallað ítarlega um málið þar sem við- skiptaráðherranum, Jóni Sigurðssyni, eru ekki TENGJAST KRINGLURNAR ÞRJÁR? Forráðamenn Kringl- unnar hafa að undan- förnu kannað möguleika á samstarfi eða samteng- ingu við nýju verslunar- og skrifstofuhúsin sem risin eru við Kringluna 4 og 6. Ef af þessu yrði gæti það leitt til þess að þessi þrjú hús yrðu tengd með einhvers konar sambygg- ingu eða yfirbyggðu torgi aftan við húsin, beint fyrir aftan núverandi inngang af götunni í Har- drock Café. Sagt er að þegar hafi verið gerð frumteikning af mannvirkinu. Þetta mundi væntanlega leiða til sameiginlegrar nýt- ingar á bílastæðum og aukins streymis við- skiptavina á milli hús- anna. Það er hald manna vandaðar kveðjur. M.a. er talað um að söluverðið hafi verið allt of lágt eins og komið hefur fram í fréttum. En það sem skýrsluhöf- undar virðast óttast mest er að hinn nýji banki muni hafa of mikil ráð í fjárfestingarlánasjóðun- um. Þess er krafist að lög- skipaður réttur Útvegs- bankans til að tilnefna stjórnarmenn í Fisk- veiðasjóð og Iðnþróunar- sjóð falli niður. Sömu- leiðis að réttur Iðnaðar- bankans til að tilnefna stjórnarmann í Iðnþróun- arsjóð falli niður. Þá krefjast þeir þess að sam- starfsflokkarnir sam- þykki að standa að breyt- ingu á tilnefningum í stjórnir Iðnþróunar-, Fiskveiða- og Iðnlána- sjóðs „þannig að hætt verði þeirri mjög svo óeðlilegu málsmeðferð að sjóðunum sé stjórnað af bankastjórum við- skiptabankanna" F ramsóknarþingmönn- unum þykir sennilega ör- uggara að þessir sjóðir lúti frekar faglegri og ör- uggri stjórn þingkjörinna fulltrúa stjórnmálaflokk- anna! FÆRRIBJÓRAR f FRÍHÖFNINNI Heyrst hefur að yfir- völd muni á næstunni minnka bjórskammt þann sem heimilt er að kaupa í Fríhöfninni í Keflavík um helming. Eftir það verður ferða- mönnum, íslenskum og erlendum, sem koma til landsins einungis heimilt að kaupa 6 bjóra af er- lendum tegundum eða 12 af íslenskum. Astæðan er sú að verð- ið í Fríhöfninni er hag- stæðara en í vínbúðum ÁTVR og því telur ríkis- sjóður sig verða af tekj- um vegna þessarar sölu. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.