Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 60
ERLENT STÁLMAÐURINN MED JÁRNVIUANN Ástralski fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch hefur lagt sitt af mörkum til að breyta heiminum. Alþjóðlegt risafyrirtæki hans News Corpora- tion velti 4.35 milljörðum dollara árið 1988 og er það nú orðið hið fjórða stærsta á þessu sviði í heimi. Aðeins Sony, Time-Warner samsteypan og Bertelsmann eru stærri. Murdoch hefur fjárfest gífurlega á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur hirt upp hvert tapfyrirtækið á fætur öðru og hamrað í gegn breytingar á þeim þannig að þau skili honum gróða. Margir telja að hann sé ábyrgur fyrir sameining- aræðinu sem nú gengur yfir í heiminum meðal fjölmiðlarisanna. Síðast voru það Time Inc. og Warner Communications sem sameinuðust í apríl en Time-Warn- er er núna stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi. Áætlað er að velta samsteypunn- ar verði yfir 10 milljarðar dollara á næsta ári. Aðferðir Murdochs í viðskiptalífinu þykja einstæðar. Hann stjómar fyrir- tækjum sínum með harðri hendi og svífst einskis til þess að láta þau bera sig. Þar fyrir utan þykir hann hafa ótrú- lega góða innsýn í fjölmiðlaheiminn. Murdoch hefur fiárfest í réttum fyrir- tækjum á réttum tíma. Hins vegar eru uppi efasemdarraddir um það hvort þessar fjárfestingar muni nokkurn tí- mann skila arði. Augu manna beinast aðallega að tveimur þáttum í þessu sam- bandi. Fox sjónvarpskerfinu í Bandaríkj- unum sem Murdoch hefur dælt fiár- magni í á síðastliðnum þremur árum og Sky gervihnattasjónvarpinu sem virðist ekki ætla að ganga upp hjá honum í ann- arri atrennu. Murdoch er af skoskum ættum. Afi TEXTI: BJARNI BRYNJÓLFSSON 60 Meðal fimm efstu í heiminum. Velta: 2.472 milljónir punda. hans fluttist til Ástralíu á seinni hluta nítjándu aldar. Hann kom frá skoska bænum Cruden. Faðir Ruperts hét Sir Keith Murdoch en Rupert heitir fullu nafni Rupert Keith Murdoch. Keith varð frægur blaðamaður og stríðsfréttaritari í Ástralíu og tókst að byggja upp dagbl- aðaveldi þar. Hann átti blöðin The Sund- ay Mail og The News í bænum Adelaide. Rupert Keith Murdoch fæddist 11. mars árið 1931. Hann var annar í röðinni en systkinahópurinn samanstendur af ein- um eldri bróður og tveimur yngri systr- um. Fjölskyldan bjó rétt fyrir utan Mef- bourne á bóndabýli sem kallaðist Cruden Farm — nefnt eftir gamla heimabænum í Skotlandi. Rupert hlaut háskólamenntun sína í Worchester College í háskólaborginni Oxford f Bretlandi. Hann tók BA gráðu í heimspeki, stjórnmálafræði og hag- fræði. Faðir hans sem var vellauðugur keypti handa honum MA gráðu. Það hef- ur verið hermt upp á Murdoch að sem ungur maður hafi hann verið róttækur sósíalisti. Sagt er að hann hafi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna á þessum ár- um. Sir Keith Murdoch lést síðasta vetur- inn sem Rupert var í Oxford. Skömmu fyrir andlát sitt hafði hann rætt við vin sinn lávarðinn Beaverbrook sem átti nokkur dagblöð í Bretlandi. Rupert hafði áhuga á blaðamennsku og faðir hans kom honum að á einu blaði Beaverbrooks, The Daily Express. Þar starfaði Rupert sem undirritstjóri í um eitt ár og lærði æsifréttastílinn sem átti eftir að ein- kenna blöð hans seinna meir. Eftir þessa skólun í blaðamennsku snéri hann heim til Ástralíu þar sem hann tók við blaða- veldi föður síns aðeins 22 ára gamall. Hann var fljótur að breyta öðru blað- inu í æsifréttablað sem einkenndist af slúðurfréttum, fréttum af ofbeldisverk- um og kynlífssögum ýmiskonar. Þessi blanda virtist virka og dreifing blaðsins þrefaldaðist á nokkrum mánuðum. Mur- doch færði út kvíarnar og keypti fleiri blöð í Sydney og Perth. Árið 1969 keypti Murdoch sitt fyrsta blað í Englandi. Það var blaðið News of the World. Árangurinn af „innyflablaða- mennskunni" var afar góður í Ástralíu og Murdoch byrjaði á því að ráða nýja rit- stjóra og blaðamenn á News of the World. Áhersla var lögð á að hafa fyrir- sagnirnar stórar og hneykslanlegar. Fréttir af ofbeldi og kynlífssvalli og slúð- ur, svo og mjög læsilegar íþróttafréttir einkenna News of the World. Blaðið seldist afar vel og aðeins ár Ieið þar til hann keypti annað breskt blað, The Sun, sem nú er útbreiddasta dagblaðið í Bret- landi. Meira en fjórar milljónir Breta lesa The Sun á hverjum degi en það er enn grófara en News of the World í æsif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (01.07.1989)
https://timarit.is/issue/233129

Tengja á þessa síðu: 60
https://timarit.is/page/3171052

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (01.07.1989)

Aðgerðir: