Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 44
NYJUNGAR
• NÝTT - JAFNVEL
í AMERÍKU
Innan skamms koma á markaðinn
miklu minni myndbandstæki og
myndbandatökuvélar en þekkst hafa
til þessa. Sony fyrirtækið hefur skýrt
frá því að sérfræðingum þess hafi tek-
ist að framleiða drif í slík tæki sem eru
u.þ.b. helmingi léttari en þau sem nú
eru á markaðnum. Þessi drif eru aðal-
hluti allra myndbandstækja og
myndbandatökuvéla (camcorder).
Nýja drifið, sem gengur undir nafn-
inu „FL Mecha“, vegur aðeins 6 úns-
ur eða 170 grömm. Það er samsett úr
miklu smærri hlutum en áður hafa
verið notaðir í slík drif.
Þetta hefur í för með sér að
minnsta myndbandatökuvélin, sem
Sony framleiðir núna og vegur 2.6
pund, „léttist" niður í tæp 2 pund eða
um rúm 900 grömm.
Sony byrjaði að selja öðrum fram-
leiðendum slíkra véla þessi nýju og
léttu drif fyrir nokkru síðan fyrir um
500 dollara. Það leiðir til um 10%
hækkunar á smásöluverði minnstu
myndbandatökuvélanna. Síðar
hyggst Sonyfyrirtækið setja þessi
nýju drif í myndbönd og myndbanda-
tökuvélar sem það framleiðir.
• SÍMI - TIL AÐ
STILLA MYND-
BANDSTÆKID
Hvernig líst þér á að grípa nýja
gerð af símtæki og „tala við“ mynd-
bandstækið þitt ef þú hefur gleymt að
stilla það á ákveðna upptöku áður en
þú fórst að heiman?
Panasonic kynnti nýlega á mikilli
vörusýningu í Chicago nýtt tæki,
PV-4826, sem gerir þetta mögulegt.
Umsjón: Atli
Steinarsson, Denver
Tækið kostar enn sem komið er 550
dollara eða um 25 þús. ísl.kr. Því er
þó spáð að það muni fljótlega lækka í
verði.
Tækið er tengt við heimasímann
þinn en annað minna tæki hefur þú
með þér í bílnum - eða í vasanum. Á
því eru stafatakkar. Þú getur snúið
myndbandsspólunni til baka með því
að snerta stafma R-E-W (revind),
breytt um rás með því að ýta á C
(chanel/rás) og tekið upp með því að
ýta á L (lengd upptökutíma) og síðan
ákveðið klukkustunda- og eða mín-
útufjölda.
Ef þú ert ekki viss um að „tóm“
spóla sé í myndbandstækinu þá ýtir
þú á T-A-P-E og tækið segir þér
hvort svo sé.
Tæki þetta er nú væntanlega fáan-
legt í flestum tækjabúðum í Banda-
ríkjunum.
t „HUGBÚNAÐUR"
Á MYNDAVÉLAR
Komin er á markað ný gerð af Min-
olta 35 mm myndavélum, Maxxum
7000i, sem er með innbyggðum
tölvukubb sem sjálfkrafa stillir fjar-
lægðina og ákveður hvort nota þurfi
„flash“.
En þar með er ekki öll sagan sögð
því við þessa nýju myndavél má einn-
ig nota 10 sérstaka „tölvudiska" til að
bæta myndgæðin við ýmsar mynda-
tökur. Er t.d. hægt að „frysta" mynd-
ir af íþróttamönnum í keppni og ná
fram ýmsum áhrifum filtera á sjálf-
virkan hátt.
Markaðsstjóri Minolta fyrirtækis-
ins segir að kalla megi þessa aukahluti
„hugbúnað“ í stíl við hugbúnað hinna
ýmsu tölvukerfa.
Á myndavélinni er sérstakt slíður
sem tölvudiskamir em settir í (þó
aðeins einn í einu) en þeir eru á stærð
við frímerki.
Hver tölvudiskur kostar á Banda-
ríkjamarkaði 29 - 39 dollara eða
1350.- til 1800.- krónur. Nýja mynda-
vélin kostar þar 838 dollara eða tæpar
39 þúsund krónur.
Meðal möguleikanna sem tölvu-
diskarnir skapa er „ævintýraferð" en
þá breytist fjarlægðarstillingin á með-
an á myndatökunni stendur svo útlit
myndarinnar verður „milt og dreym-
andi“.
Hér er hin nýja Maxxum 7000i. Hún
er nett og falleg. Til vinstri má sjá
diskaslíðrið. Sá er á vélinni heldur
er að setja einn af 10 mögulegum
tölvudiskum í vélina
Annar tölvudiskur skipar mynda-
vélinni að taka myndaröð, 3, 5 eða 7
myndir. Þetta tryggir að að minnsta
kosti ein mjög skörp og góð mynd
fæst af því sem myndavélinni er beint
að.
Þriðja tölvudiskinn er gott að nota
þegar teknar em andlitsmyndir af
fólki. Hann skerpir myndirnar og á
sjálfkrafa að gefa þeim hina réttu og
ákjósanlegu dýpt.
44