Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 15

Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 15
við færum út í athuganir á því,“ sagði Árni Vilhjálmsson prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands í samtali við Frjálsa verslun. ÍSLENDINGUM GENGURILLA AÐ VINNA SAMAN „Hugsanlega er það eitthvað í eðli okkar íslendinga sem gerir það að verkum að okkur gengur fremur illa að vinna saman en samkvæmt minni reynslu höfum við átt frekar erfitt með samstarf og samvinnu. Ég er sannfærður um að okkur hefði orðið betur ágengt í atvinnulífinu hér á landi hefði okkur almennt gengið betur að vinna með öðrum. Atvinnurekstur í Japan er mikið til í höndum stórfyrirtækja enda eru þeir orðlagðir fyrir að geta unnið vel saman. Smáar einingar og smáfyrirtæki eru ríkur þáttur í íslensku þjóðfélagi. Ein af skýringunum á því er auðvitað sú að við byggjum alla útkjálka og annes þar sem halda þarf uppi atvinnulífi og þjónustu við íbúa. Það er því allt morandi í litlum smáfyrirtækjum um land allt. Mörg þeirra eru fjöl- skyldufyrirtæki enda má kannski segja að fjölskylduformið sé ákjósanlegt þegar um smáatvinnurekstur er að ræða,“ sagði Ámi. FRÁ FJÖLSKYLDUFORMINU Árni sagði að ef litið væri til stærri fyrirtækja hér á landi eða þeirra sem væru meira áberandi í viðskiptum mætti sjá hægfara þróun í átt frá fjölskylduforminu. Fjölskyldu- fyrirtækin væru í auknum mæli að opna sig og leggja af þær hömlur sem lagðar hafa verið á eigendur eða hluthafa vegna ýmissa ástæðna. „Hitt er þó ljóst að sum fjölskyldu- fyrirtæki á Islandi í dag em mjög stór í sniðum og mörg hver í hópi hinna allra stærstu," sagði Árni. En áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir því hvað hér er átt við með hugtakinu fjöl- skyldufyrirtæki. Hugtakið er vissulega hægt að skilgreina á ýmsa vegu en hér er átt við fyrirtæki þar sem eignaraðild og rekstur gengur í ættir eða þar sem um samstarf fjöl- 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.