Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 41
TOLVUR SKJALASKIPTIMILLITÖLVA: LEIÐ TIL SPARNADAR Greinarhöfundur Arnþór Þórðarson er verkfræðingur hjá Félagi ísl. iðnrekenda. Hér í blaðinu var fyrir stuttu sagt frá því sem nefnt er skjala- skipti milli tölva eða SMT (á ensku: EDI). Greint var frá ýmsu sem tengist því að stunda pappírslaus viðskipti, nokkuð sem margir óska sér nú á tímum gífurlegs pappírsflóðs í hvers kyns viðskiptum. I þessari grein verður haldið áfram að fjalla um sitthvað sem varðar skjaiaskipti milli tölva. EDI-FÉLAGIÐ Á ÍSLANDI í maí síðastliðnum var stofnað félag áhugamanna um skjalaskipti milli tölva. Nafn félagsins er EDI-félagið á íslandi. Frumkvæði að stofnun fé- lagsins áttu m.a. Stjómunarfélag ís- lands, Verslunarráð Islands og Staðlaráð íslands. Markmið félagsins er „að vinna að framgangi staðlaðra skjalaskipta milli tölva“, eins og segir í lögum þess. Formaður félagsins er Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Islands. Góð að- sókn var að stofnfundinum og er það til marks um þann áhuga sem aðilar í íslensku atvinnulífi sýna SMT. SMT í SJÁVARÚTVEGI Á stofnfundi EDI-félagsins flutti Sigurður Ingi Margeirsson frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna erindi um upplýsingaflæði í sjávarútvegi hér á landi og hugsanlega beitingu SMT á því sviði. Dæmi var tekið um fyrir- tæki sem annast útflutning á unnum fiskafurðum. Til þess að viðskiptin gangi rétt fyrir sig og öllum reglum sé fylgt þarf fyrirtækið að hafa samskipti við tíu aðila innan lands (sjá mynd) og að auki samband við viðskiptavini er- lendis. Oftast er um að ræða upp- lýsingastreymi í báðar áttir. í mörg- um tilvikum er um að ræða sömu upp- lýsingar. Eins og nú er háttað eiga þessi samskipti sér að mestu stað á pappír, í pósti, með póstfax eða telex. Við útflutning á sjávarafurðum, sem er undirstaða íslensks þjóðfé- lags, er því augljóst hvert hagræðið yrði af því að nota SMT. í starfshópi á vegum EDI-félagsins verður unnið áfram að athugun á hagnýtingu á þessu sviði eins og öðrum. LAGALEGA HLIÐIN Þegar SMT er beitt í viðskiptum er að sjálfsögðu oft um að ræða samn- inga af ýmsu tagi. Spurningar hafa vaknað um ýmis lögfræðileg atriði tengd þessu samningsrofi. Þegar horfið verður frá notkun pappírs og ritaðra samninga verður ekki lengur hægt að koma við undirskrift sem staðfestingu samnings. Hvað getur þá komið í hennar stað? Hvað með hættu á fölsunum? Því er fyrst til að svara að þar sem SMT hefur verið notað í viðskiptum í Bretlandi hefur enn ekki komið upp ágreiningur eða lögfræðileg vandamál vegna þess að viðskiptin voru gerð með milligöngu tölva. Tölvukerfin eru höfð eins ör- ugg og rammbyggð eins og kostur er og þess vandlega gætt að aðeins til- teknir starfsmenn hafi tök á að senda mikilvæg skjöl frá fyrirtækjum sínum. Þeir, sem óttast að í skjalalausum við- skiptum verði meiri brögð að fölsun- um, geta huggað sig við það að skjöl á pappír og undirskriftirnar sjálfar er í rauninni auðvelt að falsa. Með þeim öryggisaðferðum sem notaðar verða í tölvukerfum mun verða mun erfiðara að koma við fölsunum. Reyndar eru bæði hin hefðbundnu pappírsskjöl og rafeindaskjöl, sem fara beint úr einni tölvu í aðra, aðeins tvö mismunandi form á því að koma upp upplýsingum á framfæri. Samn- ingur hefur sama lagalegt gildi hvort sem hann er gerður munnlega milli aðila, skriflega eða fyrir milligöngu 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.