Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 33
Ef þú gerir það ekki átt þú á hættu að
missa af arði, jöfnun, skattfríðindum
og atkvæðisrétti.
5. Gerðu verðsamanburð: Gengið
er sjaldan alveg það sama hjá öllum
miðlurum. Dagblöðin birta gengi
hlutabréfa reglulega auk þess sem
verðbréfafyrirtækin auglýsa gengið
sérstaklega. Vissara er að hringja og
spyrja um gengið áður en kaup eru
gerð því það getur breyst með
skömmum fyrirvara.
6. Nýttu skattfríðindi: Nýttu
heimild þína til lækkunar á tekju-
skatti. Nauðsynlegt er að fylla út um-
sókn um frádrátt frá tekjuskatti vegna
kaupa á hlutabréfum og láta fylgja
með skattskýrslunni, annars fæst
engin lækkun.
AUKIÐ FRAMBOÐ
Undanfarið hafa nokkur hlutafélög
boðið nýtt hlutafé til sölu. Þar á meðal
eru Flugleiðir, Hampiðjan og Grandi.
Eftir að hluthafar höfðu nýtt for-
kaupsrétt sinn voru 40 milljónir að
nafnverði óseldar í Flugleiðum og 16
milljónir í Hampiðjunni. Hluthafar
Granda samþykktu raunar á aðalfundi
að neyta ekki forkaupsréttar síns
enda var tilgangur útboðsins m.a. sá
að fjölga hluthöfum. Þar fer öll aukn-
ingin, 55 milljónir, á almennan mark-
að.
Söluverðmæti þessara hlutabréfa
er nálægt 170 milljónum en til saman-
burðar má nefna að árið 1988 seldu
HMARK og Fjárfestingarfélagið
hlutabréf fyrir 200 milljónir samtals.
Á þessu ári má búast við að heildar-
salan geti nálgast 400 milljónir.
Heildarsalan í ár gæti því jafngilt
fullum skammti til skattspörunar fyrir
aðeins 5 til 6 þúsund einstaklinga. Af
þeim 80 þúsund framteljendum sem
greiddu tekjuskatt vegna ársins 1987
sóttu aðeins 1302 um skattalækkun
vegna hlutabréfakaupa. Það kemur á
óvart hve fáir hafa nýtt sér þessi fríð-
indi því eins og fram kemur að ofan
getur einstaklingur sparað sér allt að
20 þúsund krónur með þessum hætti.
Ætla má að þeim muni fara fjölgandi
sem þannig vilja spara, ekki síst þegar
litið er til hækkandi skatta. Eftirspurn
eftir hlutabréfum samþykktra hluta-
félaga gæti því orðið rnjög mikil þegar
dregur nær áramótum.
Teppaland
Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430
Okkur verður ekki skákað í úrvali teppaflísa.
Við bjóðum teppaflísar frá þremur framleiðendum. Það
nýjasta er frá stærsta teppaflísaframleiðanda Bandaríkj-
anna, Milliken. Slitþolnar flísar og auðþrifnar. Þykkur
botninn eykur stöðugleikann. Antron XL garn og slitþols-
ábyrgð til 10 ára. Einstök garnbinding. Nýir litir I fram-
sæknum mynstrum.
SENDUM BÆKLINGA OG SÝNISHORN.
OKKUR
VERDUR EKKI
SKAKAÐ
?
/Æm/A
MILLIKEN
33