Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 37
 Nú er rætt um að vestrænir bankar afskrifi hluta af skuldum þróunarlanda. anna á þennan hátt. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn og Alþjóðabankinn þjóna því hlutverki að samræma aðgerðir, veita tryggingar og útfæra á hvern hátt breytingunum verður best fyrir komið í hverju tilfelli.“ Hverjar eru afleiðingarnar ef tiltek- ið land stendur ekki í skilum? „Það land sem ekki getur staðið í skilum eða neitar að greiða af skuld- um sínum er í verulegum vanda statt. Það fær venjulega hvergi lánað, hvorki til gjaldeyrisviðskipta né held- ur vöruskipta. Öll viðskipti þess við umheiminn verða þess vegna að fara fram í reiðufé. Þetta gengur aldrei til lengdar. Svona er málum t.d. komið nú í Perú. Perústjórn á mjög erfitt með að fá lán á erlendum mörkuðum og Garcia forseti er heillum horfinn.“ Oft er talað um fjármagnsflótta frá þeim löndum sem eiga í efnahagsörð- ugleikum. Hvað geturðu sagt um þetta? „Trúi menn ekki á eigin gjaldmiðil þá tryggja menn eignir sínar í lilutum eða gjaldeyri sem má treysta. Því er það oft svo að þeir íbúar landsins, sem eiga gjaldeyri, leggja hann beint inn á banka erlendis eða kaupa eignir, ýmist í Bandaríkjunum eða annars staðar. Fjármagnsflóttinn er einmitt eitt af stærstu vandamálum þessara ríkja og samkvæmt sumum áætlunum er gjaldeyriseign íbúa Suður-Ameríku í erlendum bönkum allt að helmingur þeirra 450 milljarða dollara sem þessi ríki skulda. Það er hluti af Brady-áætluninni að reyna að snúa þessari þróun við, þ.e. ná aftur inn í löndin því fjármagni sem streymt hefur þaðan. Skilyrði þess er vitanlega að í viðkomandi landi sé rek- in skynsamleg efnahagsstefna og að þeir, sem eiga gjaldeyrinn, treysti því að honum sé borgið þar. Hluti af því KS og hugbúnaðarþróun _____Styrkur_ VKS var stofnað árið 1979. Á 10 árum er VKS orðið að stærsta hugbúnaðar- fyrirtæki landsins og stendur traustum fótum. Ætlun okkar er að svo verði einnig í framtíðinni. Við höfum því styrk til að framkvæma hlutina og fylgja því eftir sem við gerum. VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF. Bildshöfða 14, 112 Reykjavík Sími: 91-68 75 00 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.