Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 37

Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 37
 Nú er rætt um að vestrænir bankar afskrifi hluta af skuldum þróunarlanda. anna á þennan hátt. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn og Alþjóðabankinn þjóna því hlutverki að samræma aðgerðir, veita tryggingar og útfæra á hvern hátt breytingunum verður best fyrir komið í hverju tilfelli.“ Hverjar eru afleiðingarnar ef tiltek- ið land stendur ekki í skilum? „Það land sem ekki getur staðið í skilum eða neitar að greiða af skuld- um sínum er í verulegum vanda statt. Það fær venjulega hvergi lánað, hvorki til gjaldeyrisviðskipta né held- ur vöruskipta. Öll viðskipti þess við umheiminn verða þess vegna að fara fram í reiðufé. Þetta gengur aldrei til lengdar. Svona er málum t.d. komið nú í Perú. Perústjórn á mjög erfitt með að fá lán á erlendum mörkuðum og Garcia forseti er heillum horfinn.“ Oft er talað um fjármagnsflótta frá þeim löndum sem eiga í efnahagsörð- ugleikum. Hvað geturðu sagt um þetta? „Trúi menn ekki á eigin gjaldmiðil þá tryggja menn eignir sínar í lilutum eða gjaldeyri sem má treysta. Því er það oft svo að þeir íbúar landsins, sem eiga gjaldeyri, leggja hann beint inn á banka erlendis eða kaupa eignir, ýmist í Bandaríkjunum eða annars staðar. Fjármagnsflóttinn er einmitt eitt af stærstu vandamálum þessara ríkja og samkvæmt sumum áætlunum er gjaldeyriseign íbúa Suður-Ameríku í erlendum bönkum allt að helmingur þeirra 450 milljarða dollara sem þessi ríki skulda. Það er hluti af Brady-áætluninni að reyna að snúa þessari þróun við, þ.e. ná aftur inn í löndin því fjármagni sem streymt hefur þaðan. Skilyrði þess er vitanlega að í viðkomandi landi sé rek- in skynsamleg efnahagsstefna og að þeir, sem eiga gjaldeyrinn, treysti því að honum sé borgið þar. Hluti af því KS og hugbúnaðarþróun _____Styrkur_ VKS var stofnað árið 1979. Á 10 árum er VKS orðið að stærsta hugbúnaðar- fyrirtæki landsins og stendur traustum fótum. Ætlun okkar er að svo verði einnig í framtíðinni. Við höfum því styrk til að framkvæma hlutina og fylgja því eftir sem við gerum. VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF. Bildshöfða 14, 112 Reykjavík Sími: 91-68 75 00 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.