Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 22
FORSIÐUGREIN mínir til liðs við fyrirtækið. Sveinn er nú útgerðarstjóri fyrirtækisins og Sturlaugur framleiðslustjóri. Sturlaugur er viðskiptafræðingur og hefur staðið fyrir tæknilegri upp- byggingu fyrirtækisins en Sveinn hefur langa reynslu af útgerð og sú reynsla hefur komið að góðum notum. Það má því segja að þeir hafi komið inn á réttum tíma. Það vantaði góða menn.“ VIÐKVÆMT AÐ REKA FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI En var ekki erfitt fyrir Harald að þurfa allt í einu að fara deila allri ákvarðanatöku og stjómun með bræðrum sín- um? „Nei, mér hefur ekki fundist það erfitt og betur sjá augu en auga. Það er auðvitað mjög viðkæmt að reka svona fjölskyldufyrirtæki og þess vegna er mikilvægt að öll verkaskipting sé vel skilgreind og að sá sem fer með endanlegt ákvörðunarvald njóti fulls trauts allrar fjölskyld- unnar. Frumkvöðlamir lögðu ríka áherslu á þetta atriði. Ef fólk stendur ekki saman við rekstur svona fjölskyldu- fyrirtækis er hætt við að undirstöðurnar gefi sig eins og dæmin sanna. Það var mikil gæfa að þessu fyrirtæki var þreytt úr sameignarfélagi í hlutafélag skömmu eftir að afi dó. Helga systir föður míns sýndi einstaka framsýni með því að samþykkja þá breytingu. EKKIAFDREP FYRIR AFÆTUR Það er alveg ljóst að þetta fyrirtæki verður að halda áfram að dafna. Ef okkur tekst ekki að láta það dafna mun það líklega þróast í að verða opnara hlutafélag. Við munum þá reyna að stýra því hverjir koma hér inn og hvenær það gerist. En aðalatriðið er að fyrirtækið staðni ekki eins og iðulega hefur gerst með fjölskyldufyrirtæki þegar þau eld- ast. Og hér á enginn að koma inn bara vegna þess að hann er úr ijölskyldunni. Afi lagði ríka áherslu á það að þetta fyrirtæki væri stofnað sem atvinnufyrirtæki og ætti að halda áfram sem slíkt en ætti ekki að verða eitthvert afdrep fyrir afætur.“ Haraldur Sturlaugsson á sjálfur 4 syni og segist ekkert frekar gera ráð fyrir því að þeir hefji störf hjá fyrirtækinu. „Eg get alveg hugsað mér að fá þá hér inn en fyrst og fremst vil ég að þeir finni sinn farveg í lífinu. Ef þeir koma til liðs við fyrirtækið verða þeir að gera það af áhuga og ábyrgð en rétt er að hafa í huga að eftir því sem fjölskyldur stækka verða fleiri sem hafa um það að segja hvemig fyrirtækin þróast. Hjá okkur er fjórði ættliðurinn nú þegar orðinn býsna fjölmennur. Þótt fjölskylduformið hafi hingað til gefist vel í þessu fyrirtæki skal dag að kveldi lofa,“ sagði Haraldur. infotec LETTVIGTAR LEFAXTÆKI Á allra færi Tækið sem opnar smæsta rekstri dyrnar aðtelefax-tækninni. Einnig þeim sem eru á ferð og flugi - og vinna heima. • Veguraðeins 5 kg • lOOnúmeraminni • Sjálfvirk sendingaskrá • Pappírsstærð A-4 • Sendirsíðar • Lás á auglýsingamóttöku Kynntu þér kostina. Þeir eru þarna allir. (ö HeimilistæKi hf Tæknideild • Sætúni 8 SÍMI: 69 15 00 ZidehjuntSveigýaHjHe/jih, i sattutÍHjjWK 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.