Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 38

Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 38
MABJOÐA ÞÉR SÆTI Skrifborðsstólar í míklu úrvalí Komið og skoðíð skrífborðsstóla í sýningarsaf okkar að Hesthálsí 2-4 HÖNNUNl • GÆÐI • ÞJÓNUSTA KRISDÁN SIGGEIRSSON SKR/FSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi 2-4 • sími 672110 flLÞJÓÐAFjflRMÁL er að gjaldeyrismarkaður sé frjáls. Dæmi um hið gagnstæða er í Nicara- gua, þar sem seðlabanki landsins stendur öðrum megin við götu í höf- uðborginniManagúa, enhinummegin er aðalsvartamarkaður landsins með gjaldeyri. Eins og gefur að skilja er umfang viðskiptanna mun meira á síð- arnefnda staðnum. Ef fólk á að öðlast traust á efnahagslífi landsins er þetta eitt af þeim grundvallaratriðum sem þurfa að breytast.“ Sjóðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja of harkaleg skilyrði fyrir lánveitingum sínum og þá einkum þau sem bitna á þeim tekjulægstu í þróun- arlöndunum. Sumir halda einnig fram að alþjóðalánadrottnar vilji hafa of mikil afskipti af innanríkismálum þessara landa. Hvert er þitt álit á þessari gagnrýni? „Það er rétt að þessar raddir hafa heyrst. Þegar ársfundur sjóðsins var haldinn í Berlín sl. haust var efnt til mótmæla þar, þar sem sjóðurinn var sakaður um að auka á misrétti meðal manna, setja lánum of ströng skilyrði o.s.frv. Það er vissulega alltaf matsatriði hversu langt má ganga í afskiptum af innanríkismálum einstakra landa, en ég held þó að ekki verði með sanni sagt að sjóðurinn sé að taka einhver völd af ríkisstjórnum þessara landa. Það eru tiltekin atriði sem sjóðurinn skiptir sér aldrei af, t.d. tekjuskipt- ing, en athyglinni er fremur beint að heildarstærðum í efnahagslífinu, svo sem neyslu, fjárfestingu og skiptingu ijármagns milli einkageirans og hins opinbera. Það sem sjóðurinn leggur þó mesta áherslu á er að efnahagsað- gerðir, hvaða nafni sem þær nefnast, stuðli að jafnvægi í viðskiptum lands- ins við útlönd. Það gefur augaleið að þegar allt er komið í óefni hjá skuldugustu ríkjun- um þarf að grípa til róttækra aðgerða til að leysa vandann. Hlutverk sjóðs- ins er ekki síst að setja fram raunhæf- ar áætlanir varðandi nauðsynlegar að- gerðir og aðstoða aðildarlöndin við mótun og framkvæmd þeirra.“ AUSTANTJALDSRÍKIN, JAPAN OG „NATURE SWAPS“ Að sögn Magnúsar er sífellt verið að leita nýrra leiða til að leysa skulda- vandamál þróunarríkjanna og ekki alltaf farnar troðnar slóðir í þeim efn- um. „Það má segja að sífellt sé verið að þróa og prófa nýjar hugmyndir og mismunandi möguleika á lausnum. Skuldbreytingar hafa verið reyndar æ ofan í æ, kröfum lánadrottna skipt fyrir hlutabréf í fyrirtækjum o.s.frv. Ein leiðin er sú sem kallast „nature swaps“ og felst í því að lánadrottnar fella niður hluta af kröfum sínum gegn ákveðnum aðgerðum viðkomandi rík- is í umhverfismálum. Þannig hefur verið gefin eftir krafa á hendur Bólivíu gegn því að ríkisstjórnin tryggi að ekki sé nýttur ákveðinn hluti skóg- lendis um tiltekið árabil. Á þennan hátt hafa t.d. Svíar lækkað skuldir Nikaragua gegn því að stjómvöld friði og rækti þjóðgarð sem hefur verið spillt. Það er sömuleiðis engum blöð- um um það að fletta að gengdarlaus eyðing skóga á Amazonsvæðinu í Brasilíu hefur verið tengd áframhald- andi lánum til stjórnvalda. Síðast í vetur hafnaði Alþjóðabankinn lánveit- ingu sem var ætluð til slíkra verkefna. Þetta eru vissulega óvenjulegar aðferðir, en sýna að menn eru tilbúnir að reyna ýmislegt til lausnar skulda- vandanum sem er orðinn mörgum skuldugum ríkjum óviðráðanlegur. Staðreyndin er sú að það þjónar ekk- ert fremur hagsmunum svokallaðra þróaðra ríkja ef ekki tekst að brúa gjána á milli auðugra ríkja og snauðra ríkja, sem sífellt dýpkar og breikkar.“ Gætum við kannski lækkað er- lendar skuldir okkar með því að bjóð- ast til að hætta að veiða hvali í nokkur ár? „Samlíkingin er ekki út í bláinn. Mismunurinn er aðeins sá að íslend- ingar eru vellauguð þjóð samanborið við mörg þróunarríkin og lánstraust þeirra er mikið. En í alvöru þarf að leita allra leiða til að leysa þennan vanda. Lánadrottnar sjá fram á að tapa verulegum hluta fjár við óbreyttar aðstæður og því er eðli- legt að allt sé reynt til að afstýra vand- ræðum. Það er til markaður fyrir skuldir þróunarríkjanna, svokallaður „secondary rnarket", þar sem kröfur á hendur skuldugum ríkjum eru boðn- ar til sölu með afföllum. Gengið á slík-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.