Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 58
IÐNAÐUR íslenska álfélagið í Straumsvík. Þar fer fram grófiðnaður en samt sem áður leggja forráðamenn fyrirtækisins kapp á snyrtilegt umhverfi. Iðnfyrirtæki í Kópavogi. Þessi mynd blasir við öllum þeim sem leið eiga um Reykjanesbraut. I baksýn sér til fjölmenns íbúahverfis. Ætli bæjaryfirvöld- um þyki þetta „andlit“ heppilegt fyrir Kópavog? litlar og svigrúm manna til að halda lóðunum í skikkanlegu horfi því lítið. Hér er rétt að skjóta inn í athuga- semd blaðamanns: Vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar við Súðarvog er dæmi um vélsmiðju í grófiðnaði. Þar er allt umhverfi utandyra til fyrir- myndar en er því miður undantekn- ingin sem sannar regluna í þessu gamalgróna iðnaðarhverfi með Klon- dyke-brag. „Menn verða að hafa það í huga að iðnaði fylgir óhjákvæmilega ýmislegt sem sjónmengun getur verið að. Það dettur engum í hug að ætlast til að grófiðnaðarlóð líti eins vel út og um- hverfi verslunar eða skrifstofu. En eitthvað má á milli vera og ég tek undir það að umhverfi iðnfyrirtækja í landinu er mjög ábótavant svo ekki sé meira sagt,“ sagði Tryggvi Þórðar- son. Sem betur fer er ástandið víða gott í Reykjavík. Sérstaklega eru það eig- endur stærri fyrirtækja sem virðast sjá sóma sinn í að gróðursetja tré og ganga snyrtilega frá umhverfis húsin. Dæmi um þetta eru Mjólkursamsalan í Reykjavík, Osta- og smjörsalan og Kristján Siggeirsson hf. við Hestháls. Vitanlega er þá aðeins fátt eitt upp talið. Allt eru þetta iðnfyrirtæki, vissulega í hreinlegum iðnaði en gefa engu að síður vísbendingu um það hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. LANGT Á EFTIR ÖÐRUM Á sumum sviðum eru íslendingar öðrum þjóðum fremri. Á hinn bóginn er ljóst að hvað umhverfi fyrirtækja varðar erum við langt á eftir nágrönn- um okkar. Ýmislegt veldur eins og hér hefur komið fram en eitt er þó ekki nefnt. Þegar maður byggir hús, hvort heldur er fyrir eigin þarfir eða at- vinnustarfsemi, þarf hann að ráða til sín sérfræðinga á ýmsum sviðum hönnunar. Það þarf auðvitað að fá arkitekt til að teikna húsið, verkfræð- ing til að hanna burðarvirkið, rafhönn- uð til að teikna raflögnina o.s.frv. Þegar húsið er risið og það verið inn- réttað má taka það í notkun. Viðkom- andi þarf ekki að ráða sér arkitekt til að hanna lóðina og engin skilyrði eru sett varðandi frágang hennar fyrr en eigandanum þóknast. Aðeins ef um er að ræða matvælafyrirtæki verður bundið slitlag að vera utan við hús en í öðrum tilvikum má lóðin líta út eins og spegill hugarfars eigandans. Allt er þetta með öðrum brag í út- löndum. Víða um lönd fá fyrirtæki ekki að hefja rekstur fyrr en lóðir eru frágengnar. Eigendum þeirra er ekki aðeins gert skylt að malbika bílastæði og gera stéttar uppi við hús heldur einnig að ganga frá grasflötum og gróðursetja tré. Þetta er m.a. ein ástæðan fyrir því að iðnaðarhverfi í útjöðrum erlendra borga líta ekki út eins og ruslahaugar. Baráttan við trassana er vissulega fyrir hendi en þeir heyra þar til undan- tekninga. Hugarfarið er öðruvísi og í þessum efnum er ljóst að ytra um- hverfi fyrirtækis ber hugarfari eig- andans best vitni. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.