Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 35
ALÞJOÐAFJARMAL ER REYNSLUNNIRIKARI - RÆTT VIÐ MAGNÚS PÉTURSSON HAGSÝSLUSTJÓRA SEM STARFAR NÚ HJÁ ALÞJÓDAGJALDEYRISSJÓÐNUM í WASHINGTON Magnús Pétursson flutti sig um stundarsakir úr Arnarhváli og vestur um haf til höfuðstöðva Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Á fyrri staðnum var hann í hlutverki hagsýslu- stjóra og tókst á við forstjóra ríkisstofnana og embættismenn um fjárhagsáætlanir, fram- kvæmdir og rekstur. Á þeim síð- ari er hann hluti af norrænu starfsliði sem undirbýr og kynn- ir sjónarmið Norðurlandanna varðandi skuldir þróunarlanda og stöðu efnahagsmála víðs veg- ar um heimsbyggðina. Viðbrigð- in eru mikil; viðfangsefnin heima fýrir virðast smávægileg þegar þau eru borin saman við efnahagsvanda þróunarríkj- anna - vandamál sem eru eins fjarri íslenskum raunveruleika sem verða má. Magnús Pétursson hefur starfað hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðn- um í hálft annað ár sem ráðgjafi á Norðurlanda- skrifstofunni. Frjáls verslun hitti Magnús fyrir á skrifstofu hans í miðborg Washington, D.C. og spurðist fyrir um störf hans og reynslu af starfsemi sjóðsins. „Hlutverk sjóðsins er að stuðla að jafnvægi og frjálsræði í milliríkja- viðskiptum, einkum með því að lána aðildar- ríkjum fé þegar utan- ríkisviðskipti snúast þeim í óhag, þ.e. að ijármagna tímabundinn viðskiptahalla með lánum til þess að aðildarlöndin þurfi ekki að grípa til ráðstafana sem ekki samræmast við- urkenndum sjónarmiðum í alþjóðavið- skiptum. Ef um er að ræða mjög al- varlegan vanda getur sjóðurinn sett lánum sínum skilyrði um tilteknar efnahagsráðstafanir og þær geta stundum verið mjög viðamiklar. Þróunin hefur orðið sú að iðnríkin hafa ekki þurft á aðstoð sjóðsins að halda. Alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir hafa eflst og gegna nú meðal iðnríkja því hlutverki að fjármagna viðskipta- halla. Mörg þróunarríki hafa aftur á móti ekki aðgang að slíkum mörkuð- um vegna skorts á lánstrausti. Meðal stærri iðnríkja, sem fengið hafa lán hjá sjóðnum, má nefna Bretland en Bretar fengu lán hjá sjóðnum 1975- 1976 þegar þeir áttu í miklum efna- hagsörðugleikum. Sjóðurinn lánaði Bretum mikið fé og setti lánveiting- unum ákveðin skilyrði sem Bretar uppfylltu og tókst þannig að rétta efnahaginn við. ísland tók lán hjá sjóðnum árið 1982 til að brúa tíma- bundið greiðsluerfiðleikatímabil. Þetta lán var veitt án nokkurra skil- yrða. Aðalviðskiptavinir sjóðsins eru þó löndin sunnan Rio Grande, þ.e. ró- manska Ameríka, Afríkulönd með nokkrum undantekningum, nokkur Asíulönd og Austur-Evrópuríki. Af ríkjum austan jámtjalds eru einungis Júgóslavía, Ungverjaland og Pólland aðilar að sjóðnum enn sem komið er. “ Hvers kyns vanda eiga þessi ríki við að etja? „Það em fyrst og fremst gífurlegar erlendar skuldir og vanmáttugt efna- Magnús Pétursson hefur starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í hálft annað ár sem ráðgjafi á Norðurlandaskrifstofunni. TEXTIOG MYNDIR: KARL BIRGISSON 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.