Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 35
ALÞJOÐAFJARMAL
ER REYNSLUNNIRIKARI
- RÆTT VIÐ MAGNÚS PÉTURSSON HAGSÝSLUSTJÓRA SEM STARFAR NÚ
HJÁ ALÞJÓDAGJALDEYRISSJÓÐNUM í WASHINGTON
Magnús Pétursson flutti sig
um stundarsakir úr Arnarhváli
og vestur um haf til höfuðstöðva
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washington. Á fyrri staðnum
var hann í hlutverki hagsýslu-
stjóra og tókst á við forstjóra
ríkisstofnana og embættismenn
um fjárhagsáætlanir, fram-
kvæmdir og rekstur. Á þeim síð-
ari er hann hluti af norrænu
starfsliði sem undirbýr og kynn-
ir sjónarmið Norðurlandanna
varðandi skuldir þróunarlanda
og stöðu efnahagsmála víðs veg-
ar um heimsbyggðina. Viðbrigð-
in eru mikil; viðfangsefnin
heima fýrir virðast smávægileg
þegar þau eru borin saman við
efnahagsvanda þróunarríkj-
anna - vandamál sem eru eins
fjarri íslenskum
raunveruleika sem
verða má.
Magnús Pétursson
hefur starfað hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðn-
um í hálft annað ár sem
ráðgjafi á Norðurlanda-
skrifstofunni. Frjáls
verslun hitti Magnús
fyrir á skrifstofu hans í
miðborg Washington,
D.C. og spurðist fyrir
um störf hans og
reynslu af starfsemi
sjóðsins.
„Hlutverk sjóðsins
er að stuðla að jafnvægi
og frjálsræði í milliríkja-
viðskiptum, einkum
með því að lána aðildar-
ríkjum fé þegar utan-
ríkisviðskipti snúast
þeim í óhag, þ.e. að
ijármagna tímabundinn
viðskiptahalla með lánum til þess að
aðildarlöndin þurfi ekki að grípa til
ráðstafana sem ekki samræmast við-
urkenndum sjónarmiðum í alþjóðavið-
skiptum. Ef um er að ræða mjög al-
varlegan vanda getur sjóðurinn sett
lánum sínum skilyrði um tilteknar
efnahagsráðstafanir og þær geta
stundum verið mjög viðamiklar.
Þróunin hefur orðið sú að iðnríkin
hafa ekki þurft á aðstoð sjóðsins að
halda. Alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir
hafa eflst og gegna nú meðal iðnríkja
því hlutverki að fjármagna viðskipta-
halla. Mörg þróunarríki hafa aftur á
móti ekki aðgang að slíkum mörkuð-
um vegna skorts á lánstrausti. Meðal
stærri iðnríkja, sem fengið hafa lán
hjá sjóðnum, má nefna Bretland en
Bretar fengu lán hjá sjóðnum 1975-
1976 þegar þeir áttu í miklum efna-
hagsörðugleikum. Sjóðurinn lánaði
Bretum mikið fé og setti lánveiting-
unum ákveðin skilyrði sem Bretar
uppfylltu og tókst þannig að rétta
efnahaginn við. ísland tók lán hjá
sjóðnum árið 1982 til að brúa tíma-
bundið greiðsluerfiðleikatímabil.
Þetta lán var veitt án nokkurra skil-
yrða.
Aðalviðskiptavinir sjóðsins eru þó
löndin sunnan Rio Grande, þ.e. ró-
manska Ameríka, Afríkulönd með
nokkrum undantekningum, nokkur
Asíulönd og Austur-Evrópuríki. Af
ríkjum austan jámtjalds eru einungis
Júgóslavía, Ungverjaland og Pólland
aðilar að sjóðnum enn sem komið er. “
Hvers kyns vanda eiga þessi ríki
við að etja?
„Það em fyrst og fremst gífurlegar
erlendar skuldir og vanmáttugt efna-
Magnús Pétursson hefur starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í hálft annað ár sem
ráðgjafi á Norðurlandaskrifstofunni.
TEXTIOG MYNDIR: KARL BIRGISSON
35