Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 56

Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 56
IÐNAÐUR í Vogunum er eitt sóðalegasta iðnaðar- umhverfi landsins. Hús eru nær hvergi frágengin, lóðir afar litlar og þrátt fyrir aðgerðir hreinsunar- deildar borgarinnar eru sumar þeirra sem ruslahaugar yfir að líta. konar aðgerðum: 1. Veitt áminningu. 2. Veitt áminningu og ákveðinn frest til úrbóta. 3. Stöðvað viðkomandi starfsemi eða notkun að öllu leyti eða að hluta til, með aðstoð lögreglu ef með þarf. í nánari ákvæðum segir m.a. að ef aðili sinnir ekki fyrirmælum heilbrigð- isnefndar geti hún ákveðið honum dagsektir þar til úr er bætt. Ef aðili vanrækir að vinna sitt verk er nefnd- inni heimilt að láta vinna það á kostnað hans. Ef ekki vill betur má innheimta dagsektir og kostnað með lögtaki. Magnús Guðjónsson heilbrigð- isfulltrúi á Suðumesjum hefur á liðn- um árum verið skeleggur málsvari þess að betur þurfi að sinna umhverf- ismálum. Við spurðum hann um þann ramma sem heilbrigðisnefndir starfa eftir og hvort eitthvað skorti á völd þeirra til að fylgja málum eftir. „Nei, alls ekki. Við höfum mjög góðar tryggingar til að þvinga fram þær lausnir sem við teljum nauðsyn- legar en á hinn bóginn er ljóst að víða um land er verulegur skortur á mann- skap til að sinna þessum málum eins og þörf er á. Hér er um margra ára hefð fyrir sóðaskap að ræða og það þarf mikinn tíma og elju undir erfiðum kringumstæðum til að snúa þróuninni við. Hér á Suðurnesjum er ástandið langt frá því að vera nógu gott en það hefur hins vegar stórbatnað á sl. þremur árum. Bæði er það að hugar- farsbreyting virðist hafa átt sér stað hjá forráðamönnum fyrirtækjanna og einnig hitt að við erum að sjá árangur af starfi okkar á liðnum árum. Hér eru tveir menn í fullu starfi við að sinna umhverfismálum og í krafti laga og reglugerða getum við tryggt að eng- inn sleppi. Nú eru ýmsir frestir að renna út og við erum þegar farnir að undirbúa aðgerðir til að hreinsa lóðir á kostnað eigenda.“ 56

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.