Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 49
Saga Class farþegum
er boðið að kaupa
tollfrjálsan sérval-
inn varning á leið-
inni.
Til aukinna þæginda er reynt að hafa auð sæti við hliðina á Saga Class
farþegum sem getur komið sér vel fyrir þá sem vilja nota tímann og vinna.
það er ekki gerð krafa um lágmarks-
dvöl erlendis eins og algengt er þegar
um afsláttarfargjöld er að ræða. Saga
Class farþegar geta breytt farseðlum
sínum að vild en með því getur ferða-
máti þeirra orðið sveigjanlegri og
betri nýting fæst á tíma. í þeim tilvik-
um þegar farþegar þurfa beinknis að
dvelja tiltekinn tíma erlendis til að
njóta afsláttarfargjalda verður að taka
tillit til gisti-og dvalarkostnaðar þegar
gerður er samanburður á endanlegu
verði ferðarinnar.
Þá má nefna að dvöl er heimil á
millilendingarstöðum án aukagjalds.
Tengiflug til Reykjavíkur frá áfanga-
stöðum úti á landi er innifalið í Saga
Class fargjaldinu. Auk þess er tengi-
flug frítt til nokkurra borga í Evrópu,
aðallega í Danmörku og Noregi. Maki
þess sem kaupir Saga Class miða fær
50% afslátt til áfangastaða í Evrópu
að vissum skilyrðum uppfylltum.
Aðrir þættir sem fylgja Saga Class
eru forgangur og þægindi. Sérstök
afgreiðsla er fyrir farþegana við inn-
ritun á flughöfnum. Þeim er heimilt að
flytja með sér meiri farangur en al-
rnennt gerist, þ.e. 30 kg. í stað 20
kg. Þá er þess að geta að rýmra er um
Saga Class farþega en aðra og þess er
gætt að láta þá hafa auð sæti við hlið-
ina á sér sé þess kostur. Það getur
skipt máli og verið til þæginda hvort
heldur farþeginn kýs að nota tímann
til vinnu eða hvfldar í næði meðan á
fluginu stendur. Saga Class farrýmin
eru fremst í flugvélunum, þau eru að-
greind frá hinu almenna farrými og
þjónustan þar er hraðari, betri og
íburðarmeiri. Sérstakur matseðill er
fyrir Saga Class, drykkir þar eru fríir
og flugfreyjur og flugþjónar farrýmis-
ins gæta vel að ýmsurn smærri atrið-
um sem eiga það sammerkt að þeim
er ætlað að gera ferðinu ánægjulegri
fyrir Saga Class farþegann.
Þá er að geta þeirra sérstöku bið-
sala á flughöfnunum sem Saga Class
farþegar eiga aðgang að á flestum
áfangastöðum Flugleiða, þ.e. í Kefla-
vík, New York,Orlando, Glasgow,
London, Stokkhólmi, Kaupmanna-
höfn og Frankfurt. í þessurn betri
stofum Flugleiða geta menn sest nið-
ur í ró og næði á meðan þeir bíða eftir
49