Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 53

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 53
Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ. Þessi hryggðarmynd blasir við þeim sem erindi eiga í fyrirtækin. Ófrágengnar lóðir, hálfbyggð hús og bíl- hræ til skreytinga. Ætli reksturinn gangi betur í svona umhverfi? að slást í hópinn og reyna því að út- vega sér lóðir annars staðar. Að því leytinu til er þetta slæmt fyrir bæjar- félag eins og okkar og við beinlínis missum úr bænum þá aðila sem að öðru leyti hefðu ef til vill kosið að byggja sig hér upp,“ sagði bæjarstjór- inn í Mosfellsbæ í samtali. í Kópavogi reyndist ástandið einn- ig langt frá því að vera viðunandi. Á vegum umhverfisráðs bæjarins var á síðasta ári tekinn upp sá siður að veita þeim atvinnufyrirtækjum viðurkenn- ingu, sem sköruðu fram úr hvað varð- ar gott umhverfi utandyra. Nefndar- menn lentu hins vegar í nokkrum vanda með þetta verkefni sitt vegna þess að mjög erfitt var að finna fyrir- tæki af þessu tagi. Þó fengu fyrirtæk- in íspan hf. og Síldarútvegsnefnd við- urkenningar fyrir gott umhverfi og eru þau vonandi vel að þeim heiðri komin. Blaðamenn Frjálsrar verslunar fóru ekki varhluta af þessu vandamáli þegar átti að taka myndir af atvinnu- fyrirtækjum í Kópavogi í snyrtilegu umhverfi. Vissulega er ekki drasl á öllum lóðum en hins vegar langt frá því að ástandið sé viðunandi. í stærsta iðnaðar- og þjónustuhverfi bæjarins, við Smiðjuveg og Skemmu- veg austast í bænum, er greinilegt að skussamir verða þess valdandi að hinir verða samdauna slæmu um- hverfi. Á sumum lóðum bílaþjónustufyrir- tækja í Skemmuhverfinu er bókstaf- lega stríðsástand. Bflapartasölur eru einar þrjár í hverfinu og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og fyrirskipanir heil- brigðisfulltrúa bæjarins, halda menn uppteknum hætti og rífa sundur bíl- hræ úti við götu. Ekki þarf að spyrja um óþrifin sem af slíku hljótast og því tjóni sem slíkt framferði hlýtur að valda öðrum fyrirtækjum. Og eins og einn rekstraraðili í Smiðjuhverfinu sagði í samtali við Frjálsa verslun: „Hér hef ég verið með rekstur í meira en áratug og ég hef fyrir löngu gefist upp á því að gera snyrtilegt umhverfis húsið. Mér er kunnugt um að á veg- um garðyrkjudeildar og heilbrigðis- fulltrúa hafa lengi verið uppi hug- myndir um að fá fyrirtækin hér í hverfinu til samstarfs um bætt um- hverfi en ekkert orðið úr fram- kvæmdum. Það þarf ekki nema einn eða tvo aðila í götunni til að eyðileggja slík áform og þeir eru örugglega til.“ Eitt alversta dæmið um hörmulega umgengni utan dyra í Kópavogi er hjá fyrirtæki við Dalveg, næst Reykja- nesbraut. Þar hangir uppi ryðgað steypusíló af gömlum vana, stein- steyptar húseiningar liggja eins og hráviði um svæðið, steypuafgangar hafa storknað í tonnatali og járnarusli verið dreift á lóð fyrirtækisins af ótrú- legri nákvæmni. Þetta fyrirtæki á lóð að einni íjölförnustu umferðaræð landsins og þúsundir bfla aka fram hjá á hverjum degi. Bæjaryfirvöld hyggja nú á aðgerðir til að taka fyrir þetta ógeðslega ástand og breyta ásýnd Kópavogs gagnvart þeim sem leið eiga sunnan að. Þarft þú að gera við steypuskemmdir eða galla! Taktu þá eftir að: PRE-KRETE fæst nú aftur hjá Fínpússning s/f Dugguvogi6 sími32500 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.