Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 45
• RÆSA BÍLINN ÚR120 METRA FJARLÆGÐ í Bandaríkjunum er kominn á markaðinn lítill en athyglisverður hlutur, sem getur komið bíleigendum vel allan ársins hring. Þetta er firð- startari, tæki sem ræsir bílvélina, miðstöðina og útvarpið í bílnum úr allt að 400 feta eða 120 metra fjarlægð. Hver kannast ekki við hversu hrá- slagalegt það getur verið að setjast upp í kaldan bílinn að vetrarlagi og bíða eftir því að miðstöðin hitni og bræði frostrósirnar eða þurrki móð- una af rúðunum? Firðstartarinn kemur sér jafn vel fyrir bandaríska bfleigendur á sumrin þegar hitinn í bflnum kemst yfir 50 stig í sólskininu og vinylsætin virðast að minnsta kosti helmingi heitari. Þá er gott að geta komið að bflnum eftir að loftkælingin hefur verið í gangi um stund. Firðstartarinn er framleiddur hjá Clifford Electronics í Californíu. Hann er gerður fyrir allar tegundir bfla sem hafa sjálfskiptingu og beina innspýt- ingu eldsneytis. Það var gert af ör- yggisástæðum því ef unnt væri að starta beinskiptum bfl gæti illa farið ef bfllinn hefði verið skilinn eftir í gír. Firðstartarinn kostar ísettur 550 dollara (um 25 þúsund kr.) í Banda- rflíjunum. Hann er byggður á út- varpstíðni líkt og bflskúrshurðaopnar- ar. Hver startari er sérstaklega stillt- ur svo aðrir startarar svo og hurðaopnarar og þráðlausir símar geti ekki haft áhrif á hann. Þetta litla tæki getur einnig veitt bfleigandanum mikið öryggi. Þannig getur ekki hver sem er stokkið upp í bflinn og startað. Sá sem ætlar að ræsa bflinn verður að „slá inn“ ákveðnar tölur eða stafi. Sé það ekki gert læsist allt í bflnum. Framleiðandinn segir að það sé auðveldara fyrir þjófa að vinna stærsta vinninginn í happdrættinu en að finna „lykilorð“ firðstartarans. Aðalhluta firðstartarans er komið fyrir undir vélarhlíf bflsins og hann er óvirkur nema vélarhk'fin sé lokuð. Hinn hlutinn, sem er eins og keðju- laga lykill, er í vasa eigandans. Á hon- um er hnappur, sem þrýst er á til að gangsetja bflinn, og kviknar ljós í hnappnum þegar vél bflsins fer í gang. Fari vélin ekki í gang reynir firðstart- arinn tvívegis aftur en „startar“ aldrei lengur en 10 sekúndur í senn. Bflvélin gengur í 10 mínútur eftir að hún var ræst með firðstartaranum og ef eng- inn er þá kominn til að „taka við“ af tækinu drepst á bflnum. Og svona til að láta vita að allt sé í góðu lagi blikkar firðstartarinn parkljósunum tvisvar áður en hann ræsir vélina. Samkvæmt markaðskönnunum munu flestir bandarískir bfleigendur kaupa firðstartarann til að koma að bflnum heitum á vetuma og svölum á sumrin. Öryggið, sem firðstartarinn veitir, er minna atriði í Bandaríkjun- um. Aftur á móti vilja margir bfleig- endur erlendis, t.d. í S-Ameríku, firðstartarann fyrst og fremst af ör- yggisástæðum. • FIMM ÁR í BIÐRÖÐ Hinn dæmigerði Bandaríkjamaður eyðir fimm árum ævi sinnar í biðröð- um, sex mánuðum í kyrrstæðum bfl- um bíðandi eftir grænu ljósi og tveim- ur árum í símtöl við alls konar sölufólk og aðra sem hringja í númer af handa- hófi. Þetta kom í ljós í rannsókn sem Michael Fortino, forstjóri stjórnunar- fyrirtækis í Pittsburg, og aðstoðar- menn hans gerðu. Þeir fylgdust með daglegu lífi hundruða Bandaríkja- manna víðsvegar um Bandaríkin með skeiðklukkur í höndunum og byggðu áætlanir sínar á þeim niðurstöðum sem þeir skráðu. Ymislegt kom í ljós í þessari könnun en eftirfarandi niður- stöður eru valdar af handahófi úr miklum fjölda atriða: * Bandaríkjamenn nota um sex ár ævi sinnar til að borða. * hjá þeim fer eitt ár í leit að hlutum sem þeir vita að eru annað hvort á heimili þeirra eða á skrifstofunni. * um þrjú ár fara í fundarsetu * átta mánuðir í að opna alls kyns póst sem fer beint í ruslafötuna * Bandaríkjamenn nota 4 ár ævi sinnar til heimilisverka „Það sem er mikilsverðast fyrir hvern einstakling er að sóa ekki tím- anum heldur gera það sem hugurinn gimist,“ segir Fortino. Til þess að komast að raun um hvar tæki stystan tíma að fá mat á þekkt- ustu skyndibitastöðum Bandaríkj- anna heimsótti rannsóknarliðið alla matsölustaði Wendy’s, McDonald’s og Burger King í Pittsburg að minnsta kosti hundrað sinnum hvern og einn. Niðurstaðan varð að það tók 46 sekúndur að meðaltali að fá hamborg- ara, franskar kartöflur og kók hjá Wendy’s, hálfa aðra mínútu hjá McDonald’s en þrjár mínútur að með- altali hjá Burger King. A.St. Denver, Colorado. FYRIRXÆKIÐ ■ HYSTEI? :: ■ SÁ RÉTT1 FYRHt ÞN> ÍibENZKA QMBÐQSSAbAN «R KLAPPARSTÍG 29, S. (91) - 2 64 88 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.