Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 64

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 64
ERLENT kvikmyndaverið. í þessum sama mánuði keypti Murdoch helminginn sem hann vantaði af Fox af Marvin Davis og borg- aði 325 milljónir dollara fyrir hann. Plan- ið var fullkomið — hann átti eitt aðal- kvikmyndaverið í Holl- ywood, eitt stærsta kvikmyndasafn heims og sjón- varpsstöðvar til að sýna efn- ið í. Nú fóru hjólin að snúast hratt. Murdoch byrjaði á því að gerast bandarískur rík- isborgari. Þetta varð hann að gera vegna þess að lög heimiluðu ekki útlendingum að eiga sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjun- um. Hann seldi nokkur blöð og tímarit því sömu lög banna eign á sjónvarps- stöðvum og dagblöðum á sama markað- ssvæðinu. Þess vegna seldi Murdoch The New York Post og The Chicago Sunday Times. Hann seldi einnig tfma- ritið Village Voice fyrir meira en 55 mill- jónir dala. Kaupandi var Leonerd Stem, stjórnarformaður Hartz Mountain sam- steypunnar. Þetta varð til þess að Jack Newfield, aðalritstjóri Village Voice, gaf frá sér heiðarlega en undarlega yfirlýs- ingu, þar sem blaðið hafði verið þekkt fyrir vinstrisinnaðar skoðanir en Mur- doch var einmitt þekktur fyrir að snúa blöðum sínum yfir til hægri. Newfield sagði: „Á pappírunum er ekki hægt að finna verri eiganda en Murdoch. En í rauninni var hann frábær fyrir okkur. Hann gaf okkur fullkomið frjálsræði.“ (The Wall Street Joumal, 21. júní 1985). Murdoch hóf rekstur Fox sjónvarps- ins með því að skipta um starfslið á stöðvunum. Hann réði Barry Diller sem stjómarformann fyrirtækisins en Diller hafði áður starfað fyrir Paramount og ABC sjónvarpsnetið og hafði því gífur- lega þekkingu á markaðinum. Saman fóru Diller og Murdoch af stað til þess að ná enn meiri markaðshlutdeild en Metr- omedia stöðvamar náðu. Diller fékk óháðar sjónvarpsstöðvar til þess að taka efni frá Fox og nú er svo komið að Fox sjónvarpið hefur 123 stöðvar víðsvegar um Bandaríkin sem taka efni frá „fjórða neti“ Murdochs. Samanlagt geta stöðv- amar náð til 89% sjónvarpsáhorfenda í Bandaríkjunum. Samkvæmt reglugerðum FCC (Federal Communications Commission) er sjónvarpskerfí Murdochs ekki viður- kennt sem sjónvarpskerfi eins og risam- ir þrír. Þetta stafar af því að „fjórða Sjónvarpsmarkaðurinn í Evrópu nær til 112 milljón heimila og áætluð velta sjónvarpsstöðva í Evrópu er um 10 milljarða punda. kerfí“ Murdochs starfar allt öðruvísi. Stóru sjónvarpsnetin framleiða sjón- varpsefni, dreifa því, borga stundum sjónvarpsstöðvum til þess að taka það en selja síðan auglýsingatíma fyrir stöðvamar og hirða hluta af gróðanum. Murdoch fer öðruvísi að og byggir kerfi sitt á samræmingu allra þátta í fyrirtækjum sín- um. Fox framleiðir sjónvarpsefnið, selur það sjálfu sér og öðrum, dreifir efninu og selur auglýsingatíma. Murdoch fer í kringum reglugerðir FCC til þess að geta rekið kerfið. Hann framleiðir aðeins sjö og hálfan klukku- tíma af efni á viku sem er síðan dreift um öll Bandaríkin. Sjónvarpsnetin þrjú ABC, NBC og CBS verða að framleiða fimmtán klukkutíma eða meira af efni sem er dreift til 25 eða fleiri stöðva í minnst tíu ríkjum Bandaríkjanna. Sjón- MURDOCH IS BAD NEWS Rupert Murdoch made a staggering £47 million profit last year out of the Sun News of the World, Times and Sunday Times He has just bought six American TV companies but he needs even more profits to pay for them. So Murdoch has provoked a strike to sack over 5,000 British empioyees -employees who have worked on his papers for years and earned him huge profits. People all over the country have stopped buying Murdoch's papers Please do the same. Then he will have to start negotiating. » Erlc worked for the Sun tor lixteen years before he was iscked by tupert Murdoch. soaHma Það eru ekki bara hvalveiðiþjóðir sem fá neikvæða auglýsingu úti í hinum stóra heimi. Fjölmiðlarisar fá sinn skammt líka. Svona auglýs- ingar birtust í öllum dagblöðum í Bretlandi nema þeim sem Murdoch á sjálfur og veggspjöld með svipuð- um áróðri voru hengd upp í þúsunda- vís í breskum borgum. Prentara- stríðið skaðaði ímynd Murdochs í Bretlandi; hann var álitinn harðs- núinn tækifærissinni og vondur karl. Sala blaða hans hefur engu að síður aukist. varpsnetin þrjú verða einnig að sýna bamaefni og fréttir á aðalhorfunartíma á sunnudagskvöldum. Murdoch sparar sér fréttimar og þar með um 300 mill- jónir dollara á ári og getur því einbeitt sér að framleiðslu á sjónvarpsþáttum sem skila hámarksgróða. Þess vegna hefur Foxnetið verið kallað „mjóa og harðsnúna netið“ í Bandaríkjunum. Ásamt Barry Diller hefur Murdoch náð í harðsnúið gengi sjónvarpsmanna sem svífast einskis til þess að ná athygli áhorfenda. Það hefur þeim tekist og ár- angurinn er það sem Bandaríkjamenn kalla „Tabloid TV“ eða „innyflasjónv- arp“. Ný tegund sjónvarpsmanna virðist vera að koma upp í Bandaríkjunum ekki aðeins í Fox sjónvarpinu heldur einnig í óháða geiranum. Þessi tegund sjón- varpsmanna er kölluð „fréttapönkarar" (news punks). Nafnið er dregið af því að þeir kæra sig kollótta um reglur hefð- bundinnar fjölmiðlunar og frétta- mennsku. Það eina sem skiptir máli er að halda hlut sínum í vinsældakapphlaup- inu. Myndefnið skiptir öllu, ef það er ekki fyrir hendi er það búið til. Litlu máli skiptir hvort rétt er farið með stað- reyndir eða ekki. Fox sjónvarpið hefur átt sinn þátt í að breyta aðferðum í sjón- varpsumfjöllun um hin ýmsu málefni. Þættir eins og A Current Affair þar sem tekið er á málum líkt og í „innyflapressu“ Murdochs í Bretlandi, America’s Most Wanted, þar sem áhorfendur eru beðnir um að gefa upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn og glæpir þeirra settir á svið fyrir áhorfendur, Married with Children sem er sápuópera, hafa vakið hneykslun og reiði meðal Bandaríkjamanna með einhvem snefil af siðferðiskennd. Þessir þættir nærast á hneyksli, ofbeldi og kyn- lífi, en áhorfendur láta sig samt ekki vanta fyrir framan skjáinn. Allir þessir þættir hafa komist á Topp tíu listann yfir vinsæla sjónvarpsþætti í Ameríku. Mur- doch tilkynnti glaður í lok síðasta árs að Fox sjónvarpið hefði skilað 400.000 doll- ara arði á síðustu sex mánuðum ársins. Þessi tala er föl á litinn miðað við það að Fox tapaði 90 milljónum dollara árið 1987. Fréttaskýrendur í viðskiptaheiminum telja það fullvíst að Murdoch hafi einung- is farið út í slíkar fjárfestingar í Banda- ríkjunum til þess að fá nægilegt magn af efni fyrir gervihnattasjónvarp sitt í Evrópu. Þetta er rökrétt. Með því að vinna efnið í Bandaríkjunum og sýna það þar með hámarksgróða, hefur fram- leiðslukostnaðinum verið náð inn. Það 64

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.