Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 40

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 40
ALÞJÓÐAFJÁRMÁL Starf mitt hér felst einkum í þvi að lesa ýmis konar greinargerðir um ástand efnahagsmála víðsvegar um heiminn og gera grein fyrir sjónar- miðum Norðurlandanna í þeim efn- um. Norðurlöndin setja fram sameig- inlega stefnu á stjómarfundum sjóðs- ins og verkefni mitt er ýmist að undirbúa þann málflutning fyrir fundi eða flytja þar mál og gera síðan stjóm- völdum heima grein fyrir niðurstöð- unum.“ Hvaða stöðu hafa Norðurlöndin innan sjóðsins? „Reyndin er sú að viðhorf Norður- landanna brúa oft bilið á milli sjónar- miða iðnríkjanna og þróunarríkjanna og eflaust þer málflutningur okkar þess einhver merki að Norðurlöndin sýna gjarnan skilning á ýmsum félags- legum aðstæðum í þeim löndum sem eru til umíjöllunar. Hér gildir atkvæðisréttur okkar ekki svo mjög, enda fara Norðurlönd- in einungis með um 3.5% atkvæða, heldur hitt að Norðurlöndin leggja mjög mikið af mörkum til þróunarríkja í formi beinna fjárveitinga og njóta fyrir það tiltrúar margra þróunarríkja. Sama máli gegnir reyndar um Hol- land, Belgíu og Austurríki. Ég get nefnt sem dæmi að það kom í hlut Norðurlandaskrifstofunnar að stjórna starfi sem verður til þess að Angóla gengur í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nú í haust. En Norðurlöndin eiga einnig heil- mikilla hagsmuna að gæta í sumum þróunarlöndum. Það eru ríki á þorð við Zambíu, Tanzaníu og Mozam- bique, þar sem Norðurlöndin hafa ýmist útvegað ríkislán, vöruskiptalán eða veitt þróunaraðstoð. í þessum tilfellum viljum við auðvitað sjá að efnahagsstefna landanna sé skynsam- leg og beri árangur, en lánsfé sé ekki notað til að kaupa púður og högl. Því miður er allt of algengt að fjár- munirnir renni til annarra hluta en þess sem lýtur að almenningsheill. Mér og líklega flestum þykir vafasamt að reisa kirkju litlu minni en Péturs- kirkjuna í Róm á Fflaþeinsströndinni, samtímis því sem allar grundvallar- nauðsynjar skortir þar og meðaltekj- ur á mann eru sáralitlar." Þú ert á heimleið aftur innan skamms? , Já, ég læt af störfum hér um næst- komandi áramót, enda fékk ég tveggja ára leyfi frá embætti hag- sýslustjóra á sínum tíma. Ég held að umskipti sem þessi séu öllum góð og ég er reynslunni ríkari.“ ALÞJÓÐA GJALDEYRISSJ IÓÐURINN Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður árið 1944 á ráð- stefnunni í Bretton Woods í New Hampshire þar sem tekn- ar voru ýmsar stefnumarkandi ákvarðanir varðandi hið al- þjóðlega hagskipulag eftir- stríðsáranna. Honum var eink- um ætlað að stuðla að frjáls- ræði og stöðugleika í milliríkjaverslun og gengis- málum, m.a. með því að veita aðildarríkjum sínum aðgang að lánsfé til að fjármagna tíma- bundinn viðskiptahalla. Alls á nú 151 ríki aðild að sjóðnum en hann er byggður upp af framlögum eða „kvóta“ aðildarlandanna. Framlagið ræðst af stærð og efnahagslegum styrk- leika hvers ríkis en þau hafa svo aftur atkvæðisrétt hjá sjóðnum í samræmi við framlag sitt. Yfirmaður sjóðsins er framkvæmda- stjórinn sem um þessar mundir er Frakki að nafni Michel Camdessus. Hann starfaði áður í franska fjármálaráð- uneytinu og franska Seðlabankanum en reglan er sú að framkvæmdastjóri sjóðs- ins er yfirieitt Evrópubúi og aðstoðar- framkvæmdastjórinn Bandaríkjamaður. Allar meiriháttar ákvarðanir tekur þó 22 manna sjóðstjóm sem í eiga sæti full- trúar aðildarríkjanna og fara þeir með atkvæði í samræmi við „kvóta“ sinn. Bandaríkin fara með 19-20% atkvæða, Bretland, Frakkland og Þýskaland með 5-7% hvert um sig, Japan litlu minna og Saudi-Arabía með u.þ.b. 3.5%. Öll eiga þessi Iönd sérstakan fulltrúa í stjórn sjóðsins, en annars er um að ræða ríkja- hópa sem eiga einn fulltrúa hver um sig. Norðurlöndin eru dæmi um slíkan hóp sem á einn fulltrúa í stjóm og ræður sá um 3.5% atkvæða. Alls starfa átta manns hjá skrifstofunni; forstjóri í stjóm, semnúerDani, staðgengillhans, sem nú er Finni, einn ráðgjafi, Magnús Pétursson, tveir hagfræðingar og þrír ritarar. Störfin færast til á milli Norður- landaþjóðanna á tveggja ára fresti; þann- ig tekur Magnús við starfi staðgengils forstjóra nú í sumar og íslendingur við starfi forstjóra að tveimur ámm liðnum. í stjóm sjóðsins em svo til aldrei greidd atkvæði um tillögur heldur gera stjómarmenn munnlega grein fyrir við- horfum sínum og það er sfðan hlutverk fundarritara að ráða af orðum þeirra hvem stuðning einstakar tillögur hafa. Á þann hátt er reynt að afgreiða mál án ágreinings. í sumum stefhumarkandi málurn þarf 70% atkvæða til að tillaga teljist samþykkt og í öðmm þarf 85% atkvæða (t.d. varðandi breytingar á „kvóta" aðildarríkja), sem þýðir í reynd að Bandaríkin geta, ásamt 1-2 ríkjum öðmm, haft neitunarvald í máium sem miklu skipta. Á stjómarfundum em efnahagsmál hvers aðildairíkis rædd svo til árlega, hvort heldur þau þiggja lán eða ekki, og þar em afgreiddar allar lánveitingar sjóðsins. Lánveitingar geta verið allt frá nokkrum milljónum dollara upp í 4-5 milljarða. Lán em veitt í svokölluðum SDR - sérstökum dráttarréttindum - sem eru eins konar gjaldmiðill sjóðsins. Nýlega tók t.d. Mexíkó um 4.8 milljarða dollara að láni. Lánstíminn hefur verið stuttur, oft 12-16 mánuðir, en það verð- ur æ algengara að ríkjum takist ekki að rétta við fjárhag sinn á svo stuttum tíma. Því er æ algengara að sjóðurinn láni til allt að þriggja ára, samhliða þvf sem áætlanir em gerðar um endurbætur á hagkerfi viðkomandi lands. 40

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.