Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 36

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 36
ALÞJÓÐAFJÁRMÁL hagslíf. Hér hjá sjóðnum er leitað allra leiða til þess að losa skuldugustu ríkin við klafann, enda eru mörg þeirra svo illa stödd að þau geta ekki við óbreytt- ar aðstæður staðið í skilum. Heildar- skuldir þróunarlandanna eru nú um 1200 milljarðar dollarara og lána- drottnar fyrst og fremst iðnríkin. Nettóútstreymi frá þessum löndum, þ.e. afborganir og vaxtagreiðslur um- fram innstreymi nýrra lána, er talið nema 25-30 milljörðum dollara á ári og af því má ráða hvers kyns vanda- mál er við að etja. Sjóðurinn lánar og hefur milligöngu um lán til ríkja sem illa eru sett íjár- hagslega. Hingað til hafa auknum lán- um eða skuldbreytingum yfirleitt verið sett skilyrði um efnahagsráð- stafanir heima fyrir. Þetta hefur gefist misjafnlega vel. Ríkin hafa haft tilhneigingu til þess að standa í skilum með því að draga úr fjárfestingum frekar en að minnka neyslu. Þetta leiðir aftur á móti til minni hagvaxtar sem oft heldur ekki í við mannfjölgun. Nú er svo komið að afkoma fólks í Suður-Ameríkuríkjum er eins og hún var á sjöunda áratugn- um. Þessu fylgir að ýmis konar starf- semi drabbast niður, hvort heldur það er uppbygging samgangna, heilsu- gæslu eða annars, og með minni fjár- festingum minnkar framleiðsla og tekjurnar verða enn minni en ella. Þetta er vítahringur sem verður að komast út úr og nú er verið að huga að ýmsum leiðum til þess.“ Hvaða dæmi er okkur nærtækt um þetta? „Það er einkum af pólitískum ástæðum að skuldugustu ríkin hafa ekki treyst sér til að draga úr neyslu. Nýlegt dæmi um þetta er Venezúela sem hefur safnað skuldum og haldið áfram eyðslu þrátt fyrir lækkandi út- flutningstekjur á síðustu árum. Nú eru skuldir þeirra að falla í gjalddaga og þegar reynt er að herða að neyslu innan lands rís fólkið upp og óeirðir brjótast út. Argentína er á barmi upp- lausnar og Brasilía nær ekki að standa í skilum, svo tvö dæmi séu tekin. Niðurstaðan verður oft sú að lýðræð- ið er ekki virt og herstjómir taka völdin.“ BRADY-ÁÆTLUNIN Hvað er þá til ráða? „Þær hugmyndir sem helst eru ræddar núna ganga undir nafninu Brady-áætlunin og eru kenndar við fjármálaráðherra Bandaríkjanna. í þeim felst kúvending á stefnunni sem hingað til hefur falist í frekari lánveit- ingum ásamt meðfylgjandi skilyrðum um efnahagsaðgerðir. Samkvæmt Brady-áætluninni yrði fallist á að af- skrifa hluta f höfuðstól skulda og lækka vexti af útistandandi skuldum. Það má nefna til fróðleiks að t.d. 1% vaxtahækkun á alþjóðlegum mörkuð- um er talin auka greiðslur þróunar- ríkja um 8-10 milljarða dollara á ári. Stærstu lánadrottnar þróunarríkj- anna eru vestrænir bankar og því er gerð krafa til þess að þeir afskrifi hluta af kröfum sínum gegn því að veittar séu einhvers konar tryggingar fyrir greiðslu eftirstöðvanna, t.d. með því að gjaldeyrisvarasjóður eða útflutningstekjur landanna séu notuð- sem trygging eða þá að lán frá al- þjóðastofnunum séu sérstaklega eymamerkt til greiðslu þessara skulda. Lánadrottnar eiga hins vegar ekki alltaf auðvelt með að fella niður skuld- ir þótt þeir vildu. Skuldir teljast eignir viðkomandi banka og skattalög taka á mismunandi hátt á því hvernig farið er með afskriftir krafna. Samt sem áður er nú að myndast víðtæk samstaða meðal iðnríkjanna um að leysa vanda skuldugustu ríkj- V Forysta í tölvuráðgjöf _________Vilji______ _______Kunnátta_____ VKS tekur að sér jafnt hefðbundin sem nýstárleg verkefni. Dæmi um verkefni sem VKS hefur leyst eru úttekt á tölvumálum ÍSAL, viðskiptakerfi fyrir Verðbréfaþing íslands, kerfiráður fyrir Nesjavallavirkjun og tölvustýrð still- ing trésmíðavélasamstæðu. i| PS. VKS er óháð vélbúnaðar- og if' hugbúnaðarsölum. Starfsfólk VKS býr yfir mikilli reynslu (155 mannár) í hugbúnaðarþróun og ráðgjöf. Starfsfólkið hefur menntun í tölvu- og rekstrargreinum sem svarar til 80 mannára. Mannabreytingareru litlar. Hjá okkur starfar því samstæður hópur með mikla þekkingu. 36

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.