Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 17
um tilfellum er þessi einstaklingur alls ekki hæfur til að
taka við fjölskyldufyrirtækinu. Og ef hann gerir það er
hætta við að illa fari fyrir því,“ sagði Reynir.
AUKIN MENNTUN
Hin hliðin á málinu er sú að í dag leggur fólk ofuráherslu
á að mennta börnin sín. „Við viljum að bömin okkar gangi
menntaveginn og iðulega þýðir það að börnin eru menntuð
frá þeim viðfangsefnum sem fjölskyldufyrirtækin eru að
fást við. Það er því ekki hægt að ætlast til þess að bömin
hafi áhuga á fjölskyldurekstrinum þótt foreldramir vilji
gjarnan að þau taki við og telji þau hæf til þess,“ sagði Árni
Vilhjálmsson.
En þótt afkomandi hafi fullan hug á því að taka við
rekstri fjölskyldufyrirtækisins og hafi til þess menntun og
metnað er ekki mikils árangurs að vænta ef reynsluna
vantar. í 6. tölublaði Frjálsrar verslunar á síðasta ári var
fjallað um feðga í fyrirtækjum. Þar kom fram mikilvægi
þess að kynslóðaskipti í fjölskyldufyrirtækjum væru vel
undirbúin ef þau ættu að takast. Bömin þyrftu að fá góð
tækifæri til að spreyta sig og taka sjálfstæðar ákvarðanir,
á meðan foreldrarnir væru við stjórn, til þess að vera í
stakk búnin til að taka við. Því miður væru allt of mörg
dæmi til um illa undirbúin kynslóðaskipti. Til dæmis væri
algengt að faðir treysti ekki syni sínum; að faðirinn upplifði
soninn eða dótturina allt of lengi sem litla barnið sitt, sem
ekki væri orðið nægilega gamalt til að taka þýðingarmiklar
ákvarðanir. Eða að faðirinn væri ekki tilbúinn til þess að
gefa frá sér reksturinn og ætti erfitt með að láta völdin af
hendi - feðurnir væru oftar en ekki sterkir einsktaklingar
sem hefðu haldið fast um reksturinn og teldu hann fara úr
böndunum ef þeir létu aðra koma þar við sögu. í þessu
sambandi sagði Þráinn Þorvaldsson rekstrarhagfræðing-
ur: „Menn gera sér stundum ekki grein fyrir því að svona
umskipti geta ekki gerst nema á löngum tíma. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að sá sem á að taka við verði
fullnuma á stuttum tíma. En víða
gætir mikillar óþolinmæði í garð þess
aðila sem á að taka við. Ef viðtakend-
ur öðlast ekki nægilega reynslu í að
taka sjálfstæðar ákvarðanir fá þeir
heldur ekki herlsuna sem þarf til að
stjórna. Barn, sem alltaf stendur í
skjóli föður síns, öðlast ekki nægileg-
an styrk til þess að standa af sér
vindana þegar skjólið er farið.“
ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN
Því er stundum haldið fram að þegar þriðja kynslóðin
ætli að hasla sér völl og reka fyrirtækið, sem afi stofnaði,
fari að halla undan fæti. Þriðja kynslóðin setji fyrirtækin á
hausinn. Að mati Árna Vilhjálmssonar prófessors er þetta
veigalítil alhæfing. Og urn þetta sagði Þráinn Þorvaldsson:
„Þessu er oft haldið fram að önnur kynslóðin alist upp í
baslinu en sú þriðja þekki ekkert nema velgengni. Ég held
að málið sé ekki svona einfalt. Árangurinn er fyrst og
fremst undir því kominn hvernig viðkomandi einstaklingur
er og hvernig uppeldi hann hefur fengið.“
Reynir Kristinsson
Þótt flestir viðmælenda blaðsins séu á einu máli um að
opin almenningsfélög muni sífellt sækja á og að hið klass-
íska fjölskylduform verði fátíðara í framtíðinni eru margir á
þeirri skoðun að ekkert komi í staðinn fyrir vel rekin
fjölskyldufyrirtæki þar sem samstaða og eining ríki meðal
ijölskyldumeðlima. Kraftur og eldmóður í slíkum fyrir-
tækjum sé mun meiri en hjá fyrirtækjum í almenningseign
og að metnaðarfullir stjórnendur fjölskyldufyrirtækja
hlaupist síður undan ábyrgðinni sem rekstrinum fylgir.
„Þessum mönnum
er einnig sýnna urn
að græða en þeim
stjórnendum sem
ekki eiga fyrirtæk-
in. Þetta ættu þeir
að hafa í huga sem
ráða til sín stjórn-
endur sem ekki
eiga beinna hags-
muna að gæta. Til þess að hvetja slíka stjórnendur til dáða
væri ráð að umbuna þeim ef þeir ná árangri í starfi," sagði
einn fræðimaður sem ekki vildi láta nafns síns getið.
FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI í ALMENNINGSHLUTAFÉLÖG
„Á vissu vaxtarskeiði fyrirtækja getur það verið mikill
kostur fyrir reksturinn ef að honum stendur samhent
fjölskylda. Hins vegar mætti að mínu mati breyta öllurn
stærri fjölskyldufyrirtækjum í hlutafélög og halda uppi
nauðsyrdegri ögun í stjómkerfi þeirra. Það er oft lítil sem
engin pressa á upplýsingaskyldu og árlegt uppgjör í fjöl-
skyldufyrirtækjum. Þar er engin stjóm fyrir hendi sem
í mörgum tilfellum er þessi
einstaklingur ekki hæfur til að taka
við fjölskyldufyrirtækinu. Og ef hann
gerir það er hætta við að illa fari
fyrir því.
17