Frjáls verslun - 01.07.1989, Side 18
FORSIÐUGREIN
kallar á heildaryfirsýn og uppgjörsreglu. í þessu getur
falist mikil hætta,“ sagði Reynir Kristinsson rekstrarráð-
gjafi.
„En þótt fjölskylduformiö geti komið sér vel fyrir fyrir-
tæki á meðan þau eru í uppbyggingu hljóta vel rekin
fjölskyldufyrirtæki, sem hafa vaxið og þanist út, að breyt-
ast í almenningsfélög," sagði Reynir ennfremur.
Ámi Vilhjálmsson prófessor sagðist telja fjölskyldu-
formið getað lifað góðu lífi í framtíðinni þrátt fyrir fjölgun
almenningsfélaga. „Smáatvinnurekstur mun lifa samhliða
stærri fyrirtækjum og það má segja að fjölskylduforminu
henti þeim vettvangi ágætlega,“ sagði Árni að lokum.
HEKLA HF.:
ÓVISSA UM FRAMTÍÐINA
Ingimundur Sigfússon.
Hekla hf. er nokkuð sérstakt fjölskyldufyrir-
tæki að því leyti til að öll fjögur börn stofnandans
og frumkvöðulsins, Sigfúsar Bjarnasonar, taka
fullan þátt í rekstrinum. Elsti sonurinn, Ingi-
mundur, hefur verið forstjóri fyrirtækisins síðan
faðir hans lést árið 1967.
„Þátttöku okkar bræðranna í rekstri fyrirtækisins má
líkja við samfellda þróun. Við erum nánast fæddir inn í
fyrirtækið og upphaf afskipta okkar af fyrirtækinu miðast
vart við ákveðin tímamörk.
Og við erum ekki bara þrír
bræðurnir í fyrirtækinu því
systir okkar starfar hér
einnig,“ sagði Ingimundur
Sigfússon í samtali við
Frjálsa verslun. Ingimun-
dur og bræður hans, þeir
Sverrir Sigfússon og Sigfús
Sigfússon, eiga og reka
Heklu hf. ásamt systur sinni
Margréti Sigfúsdóttur.
ÖLL SYSTKININ STARFANDI
„Ég held að faðir minn
hafi ávallt verið hlynntur því
að við störfuðum við fyrir-
tækið. Og einhvern veginn
gekk það eftir. Mér var
snemma hlýtt til fyrirtækis-
ins og var aldrei mótfallinn
því að eyða öllum mínum
starfskröftum í uppbygg-
ingu þess. Hins vegar lærði
ég lögfræði og gat alveg
hugsað mér að starfa sem
slíkur um tíma. En eftir að
ég lauk lögfræðiprófinu
lagði faðir minn hart að mér
að hefja hér störf og ég gat ekki sett mig á móti þeirri
beiðni. Og eftir á að hyggja sé ég ekki eftir því að hafa farið
að ósk hans,“ sagði Ingimundur.
Aðspurður sagði Ingimundur þau systkinin aldrei hafa
haft horn í síðu fyrirtækisins. Vissulega hafi rekstur fyrir-
tækisins tekið mikinn tíma frá fjölskyldulífínu og stundum
hafi stressið verið mikið en þrátt fyrir það hafi foreldrum
þeirra tekist að tengja þau við reksturinn á jákvæðan
máta. „Sú ímynd sem við höfðum af Heklu hf. var mjög
jákvæð enda gekk fyrirtæk-
ið vel í höndum föður míns.“
Sverrir Sigfússon bróðir
Ingimundar var aðeins um
tvítugt þegar hann hellti sér
út í reksturinn, þá nýútskrif-
aður úr Verzlunarskólanum.
Hann er nú einn af fram-
kvæmdastjórum fyrirtækis-
ins sem og Sigfús Sigfússon,
sem var 25 ára þegar hann
hóf fullt starf hjá Heklu. Sig-
fús lærði viðskiptafræði í
Bandaríkjunum og vann um
tíma hjá ÍSAL og er því sá
eini af þeim bræðrum sem
starfað hefur annars staðar
en hjá fyrirtækinu. Margrét
Sigfúsdóttir bjó í útlöndum
um tíma en byrjaði að starfa
hjá Heklu um leið og hún
flutti aftur til landsins. Hún
sér nú um rekstur raftækja-
verslunarinnar.
SAMSTARFIÐ GOTT
„Það er skemmst frá því
að segja að samstarf okkar
systkina hefur lánast ein-
18