Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 42

Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 42
TOLVUR tölvanna. Samningsformið skiptir þá aðeins máli þegar upp kemur ágrein- ingur um efni samningsins eða annar aðillinn telur hinn ekki standa við gerðan samning. Þá er að nefna að í viðskiptalífinu er stuðst við lög og venjur sem miðast við að hlutimir gerist skriflega og með undirskrift. Nefna má margvís- leg vottorð og skýrslur. Ef takast á að innleiða SMT almennt á öllum sviðum þar sem það er á annað borð hag- kvæmt verður vafalaust að breyta ýmsum lögum er lúta að viðskiptum og stjórnsýslu. HÆGT AÐ SPARA 900 MILUÓNIR Á ÁRI Reynt hefur verið að meta þann sparnað í viðskiptum sem hljótast mun við það að innleiða SMT. SWEP- RO, sænsk nefnd sem vinnur að því að einfalda verklag í viðskiptum, hef- ur kannað þetta og komist að því að skrifstofu- og skjalakostnaður vegna útflutnings sem og innflutnings sé um það bil 4% af verðmæti þess sem verslað er með. Þá er það talið að þennan kostnað megi auðveldlega lækka um 20% ef allir aðilar í viðskipt- um ástundi skjalaskipti milli tölva. Hvað er þá líklegt að spara megi mikið á íslandi miðað við þessar töl- ur? Lítum á það. Hér á landi nam inn- og útflutningur samtals um 108 milljörðum króna árið 1987. Ef við gefum okkur að niður- stöðurnar frá Svíþjóð eigi einnig við hér á landi væri skrifstofu- og skjala- kostnaður 4% eða um 4,3 milljarðar króna. Ef skjalaskipti milli tölva hefðu verið notuð til hins ýtrasta í þessum viðskiptum árið 1987 hefði sparast fimmtungur þessarar fjárhæðar eða nærri 900 milljónir króna. Hér var eingöngu átt við inn- og útflutningsviðskipti. Á öðrum sviðum eins og innanlandsverslun, iðnaði, bönkum, tryggingarstarfsemi og síð- ast en ekki síst opinbera kerfinu eru án efa einnig miklir sparnaðarmögu- leikar. STAÐLARNIR ÞRÍR Nú verður vikið nokkrum orðum að tæknilegum atriðum er varða skjala- skipti milli tölva. Stöðlun er hér það sem allt veltur á. Einkum er rætt um þrjá staðla í sambandi við SMT. Þeir nefnast EDIFACT, X.400 og X.25. EDIFACT - STÖÐLUÐ VIÐSKIPTASKJÖL EDIFACT er skammstöfun fyrir Electronic Data Interchange For Administration, Commerce and Transport. Staðall þessi mælir fyrir um hvemig skjalalaus skilaboð skuli vera uppbyggð, hvemig þau skuli búin til o.s.frv. Gefnar eru reglur um hvemig má safna orðum í skiljanlegar setningar eftir ákveðnum málfræði- reglum. Orðunum er skipað í setning- ar, setningum í gagnahópa og gagna- hópum síðan skipað í stöðluð skeyti (messages). Þessi tölvuskeyti geta t.d. verið skjöl, teikningar eða frjáls texti. Markmiðið með gerð staðalsins var að skilgreina og búa til sameigin- legt „tungumál" sem gerði tölvu- gögnum (upplýsingum) fært að flæða úr einni tölvu í aðra, frá einu landi til annars án tillits til hvaða tölvutegund- ir og samskiptamáti ætti í hlut. Samt sem áður yrði tungumálið að vera læsilegt fyrir menn og nota skyldi al- þjóðlegt sett bókstafa, tölustafa og annarra tákna. Eftir að EDIFACT var samþykktur sem alþjóðastaðall hefur verið hafist handa við að staðla margvísleg algeng viðskiptaskjöl svo sem reikning, pöntun, svar við pöntun, ósk um breytingu á pöntun, tilkynningu um að vara sé lögð af stað til viðtakanda, verðskrá, afhendingaráætlun, flutn- ingspöntun, staðfestingu á flutnings- pöntun, ósk um farmtryggingu, ýmis tollskjöl, greiðsluheimild, reiknings- yfirlit og fleiri. Þessi skjöl eru nú að verða alþjóðlega stöðluð eitt af öðru og fyrirtæki innan tíðar hafið notkun á þeim. X.400 ■ TÖLVUPÓSTUR Þessi staðall lýsir fyrirkomulagi tölvupóstkerfis til þess að flytja skjöl- in frá einni tölvu til annarrar. Staðall- inn fjallar um hvernig flytja skuli skeyti um gagnaflutningsnet með svonefndri geymsluskilatækni (store and forward technique). Sú tækni felst í því að gögn sem send eru um netið eru geymd um stundarsakir (e.t.v. fáeinar sekúndur) áður en þeim er beint áfram um netið. Þá er Finnst þér Ijósritun dýr? De6et Austurstræti 8, Sími 10106 raeðV0& Fyrir utan okkar sérlega lága grunn- verð, veitum við mjög hagstæðan magnafslátt 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.