Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN VIÐ ÞURFUM FLEIRIÁLVER Margt bendir nú til þess að samningar geti tekist á næstunni um mikla stækkun álverksm- iðjunnar í Straumsvík. Stóriðjunefnd hefur unn- ið árum saman undir forystu Jóhannesar Nordals að því að ná hagstæðum samningum við erlend stóriðjufyrirtæki um stækkun álverksmiðjunn- ar í Straumsvík eða byggingu nýrrar. Svo virðist sem endanlegur frágangur samninga sé á næsta leiti og að um sé að ræða stækkun álversins fyrir um 25 milljarða króna. Að auki þyrfti þá að ráð- ast í virkjunarfjárfestingar fyrir 8-10 milljarða króna til viðbótar þeim virkjunum sem eru nú í smíðum. Þetta eru hinar bestu fréttir og er vonandi að takast megi að ljúka samningum sem fyrst þann- ig að unnt verði að hefjast handa um undirbúning og framkvæmdir áður en langt um líður. Fregnir herma einnig að erlend stóriðjufyrirtæki hafi áhuga á frekari fjárfestingum hér á landi á næst- unni. Rætt hefur verið um byggingu nýrra álvera sem hugsanlega gætu risið á Grundartanga, við Eyjafjörð eða á Austfjörðum. Svo virðist sem aðstæður á heimsmarkaði séu okkur hagstæðar um þessar mundir og er óskandi að þær leiði til stórhuga fjárfestinga í stóriðju á Islandi. Við þurfum á stóriðju og erlendum fjárfesting- um að halda hér á landi og það sem allra fyrst. Það er deifð og doði yfir öllu athafnalífi okkar um þessar mundir, atvinnuleysi gerir vart við sig, kaupmáttur fólks fer minnkandi, afkoma fyrir- tækja er slæm og landinu er stjórnað af einhverri slökustu ríkisstjórn allra tíma. Enda ríkir svart- sýni meðal fólks. Það vantar vítamín inn í efna- hagskerfið. Það vantar nýtt fjármagn og fjárfest- ingar sem koma hjólum atvinnulífsins til að snúast að nýju af krafti. Við getum ekki ætlast til þess að sjávarútvegurinn leggi þjóðarbúinu meira til en þegar er og ekki er að vænta aflvaka sem munar um annars staðar en frá útlöndum. Islendingar hafa verið feimnir við erlent fjár- magn og stóriðju og þjóðin klofnaði í pólitískar fylkingar vegna þessara mála á sínum tíma. Auð- vitað verður að taka á þessum málum af fullri skynseini og það verður af fara að öllu með gát. En reynsla okkar af Alverinu í Straumsvík og Járnblendifélaginu á Grundartanga er góð og við eigum að halda ótrauð áfram á sömu braut. Það vantar aflvaka til að auka íslendingum bjartsýni og þrek. Með þeim verður kreppan rek- in burtu úr þjóðarsálinni. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grúnur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — UTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.280 kr. (380 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 429 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan lif. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.