Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 16

Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 16
FRETTIR Magnús Hreggviðsson og sonur hans taka fyrstu skóflustunguna. SMÁRAHVAMMUR: GATNAGERÐ ÍBÚÐABYGGÐAR HAFIN KAUP RÍKISINS Á ÍSLENSKUM AÐALVERKTÖKUM: SAMNINGAR GANGA HÆGT Eftir síðustu áramót hófust formlegir samn- ingar um að ríkissjóður kaupi verulega aukinn hlut í Islenskum aðal- verktökum. Einkum mun SÍS hafa verið þess fýs- andi að af þessu gæti orð- ið þannig að þeir fengju með því verulega fjár- muni inn í reksturinn. Talið er að fjórðungshlut- ur SIS geti verið eins til tveggja milljarða virði, en hann er í vörslu eign- arhaldsfélagsins Regins hf. Heyrst hefur að samn- ingaumleitanir þessar gangi mjög treglega og munu ýmsir vera orðnir svartsýnir á að samning- ar náist. Sú hugmynd mun hafa verið rædd að hætta að eyða orku í samningaviðræður en greiða þess í stað eigend- unum stóraukinn arð. Þannig gætu hundruðir milljóna króna komið í kassa Sambandsins strax — án nokkurra samn- ingaviðræðna. TRYGGING HF.: EIGIÐ FÉ Samkvæmt ársreikn- ingi Tryggingar hf. fyrir árið 1989 námu heildar- iðgjöld félagsins 317 mill- jónum króna sem er 29% aukning frá árinu á und- an. Hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi var 5.6 milljónir króna. Bókfært eigið fé í árs- lok nam 92 milljónum króna en var 86.4 mill- jónir í árslok 1988 og Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks hf., tók fyrir skömmu fyrstu skóflu- stungu vegna gatnagerð- ar í íbúðabyggð Smára- hvamms í Kópavogi. Á íbúðasvæði Frjáls fram- taks er gert ráð fyrir um 500 íbúðum en íbúar í Smárahvammi verða alls um 2000. Frjáist framtak keypti sem kunnugt er um 18 hektara lands í Smára- hvammi þar sem annars vegar mun rísa atvinnu- rekstrarhverfi, samtals um 50.000 fermetrar, en hins vegar íbúðabyggð. Gatnagerð atvinnusvæð- isins er langt á veg komin en í sumar verður lokið við malbikun gatna. RÝRNAR hafði því aukist í krónum um 6.4% sem er talsverð raunrýrnun. Verðbreyt- ingarstuðull ársins var 22.24% og hefði eigið fé félagsins því þurft að vera um 106 milljónir króna í árslok til að halda verð- gildi sínu. Þannig hefur bókfært eigið fé félagsins rýrnað í raun um 14 mill- jónir króna á árinu 1989. Frjálst framtak hefur látið skipuleggja íbúða- hverfið í samvinnu við Kópavogskaupstað. Skipulagsarkitekt er Ormar Þór Guðmunds- son. Ibúðahverfið rís í dalbotninum fyrir austan væntanlegan skóla og íþróttahöll sem mjög hef- ur verið í fréttum að und- anförnu. Hagvirki hf. mun sjá um gatnagerð á íbúða- svæðinu en fyrirtækið hefur einnig annast gatnagerð á atvinnu- rekstrarsvæðinu. Lokið verður við malbikun gatna á næsta ári. Frjáist framtak hf. hef- ur nú lokið við að selja 70% af öllum lóðum undir raðhús og fjölbýlishús sem fyrirhugað er að selja. Byggingafram- kvæmdir hefjast á hausti komanda og er gert ráð fyrir að byggingu hverfis- ins ljúki á 5 árum. Atvinnuþróunarsj óður Suðurlands gengst fyrir sýningu á Selfossi dagana 23.júní til l.júlí nk. til kynningar á starfsemi sunnlenskra fyrirtækja og þjónustustofnana. Um 50 fyrirtæki og SANITAS: ÚTLENDINGUM BOÐIN EIGNARAÐILD -EN ÞEIR AFÞÖKKUÐU Heimildir blaðsins herma að Páll G. Jónsson, eigandi Sanitas og Pólar- is, hafi fyrir nokkru verið á ferð erlendis og leitað eftir nýju fjármagni inn í rekstur fyrirtækja sinna. Hinir erlendu aðilar munu hafa sýnt málinu talsverðan áhuga og ákveðið að bregðast skjótt við og senda sér- fræðinga til Islands til að gera úttekt á því hversu áhugavert málið kynni að vera. Skemmst er frá því að segja að hingað munu hafa komið sérfræðingar á vegum þessa fyrirtækis og kynnt sér rekstur Sanitas, markaðsmögu- leika fyrirtækisins og ekki síst fjárhagsstöðu þess. Þeir munu ekki hafa staðnæmst lengi hér á landi en snúið til sinna heima og lagt fyrir niður- stöður sínar. Strax í kjölfarið munu hafa komið boð um að fyrirtækið hefði ekki áhuga á að leggja fram hlutafé í þetta íslenska fyrirtæki. stofnanir hafa tilkynnt þátttöku í sýningunni sem ætlað er að verði með fjölbreyttu sniði. Sýningin verður haldin í Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. SÝNING Á SELFOSSI 16

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.