Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.05.1990, Qupperneq 20
tíma. Og á meðan byggist nær allt á sjávarútvegi. Fijáls verslun kynnti sér hvemig stóru sölusamtökin, SH,SÍS og SÍF standa að markaðsstarfsemi sinni í Evrópu og birtast hér viðtöl við for- ráðamenn söluskrifstofa þessara fyrirtækja í Þýskalandi, Englandi, Frakklandi og á Spáni. Ljóst er af viðtölum við þessa menn að framvindan er mjög ör á sjávarafurðamarkaði Evrópu um þessar mundir. Gæði afurðanna auk- ast hröðum skrefum í samræmi við kröfur neytenda og verð á afurðunum fer hækkandi. Það stafar bæði af fisk- vöntun og vöruþróun sem leiðir til þess að afurðimar verða eftirsóttari. Vegna fiskvöntunar er eftirspumin jafnan meiri en framboðið og það veldur að sjálfsögðu verðhækkunum. Langt er um liðið síðan Islendingar fóm að nálgast markaðina með því að vinna fiskinn í neytendapakkningar í verksmiðjum á erlendri grund. SH og SÍS hafa átt og rekið verksmiðjur í Bandaríkjunum í þessu skini um ára- bil. Árið 1984 setti SH síðan á fót verksmiðju í Grimsby á Englandi þar sem íslenskur fiskur er unninn í neyt- endapakkningar. Um 500 manns starfa við verksmiðjuna en hún hefur átt við byrjunarörðugleika að etja og verið rekin með tapi. Má bjóða ykkur saltfisk frá íslandi? NÝIR MARKAÐIR Mjög einkennandi er hve mikilvægi Bandaríkjamarkaðar hefur minnkað samhliða því sem Evrópa verður þýð- ingarmeiri, svo og Asíulöndin, eink- um Japan. Sem dæmi má nefna að árið 1989 flutti SÍS 43% af sjávarafurðum sínum til Evrópu en einungis 26% til Bandaríkjanna. Árið 1982 nam út- flutningur sjávarafurða SÍS til Evrópu aðeins 13.6% af heildarútflutning- num. Um sömu þróun er að ræða hjá SH. Árið 1980 fóru rúm 52 þúsund tonn af fiskafurðum þeirra til Banda- ríkjanna en einungis 27 þúsund tonn í fyrra. Þá fóru 24 þúsund tonn til Asíu en útflutningur þangað var innan við 2 þúsund tonn árið 1980. Síðustu 3 til 4 árin hefur orðið gífurleg aukning á út- flutningi okkar til Asíu. Þá hefur sala á íslenskum sjávarafurðum til Frakk- lands fimmfaldast á síðustu 10 árum. Þessu til viðbótar má nefiia að mikið hefur dregið úr útflutningi freðfisks til Sovétríkjanna. Árið 1980 nam útflutn- ingur SH þangað tæpum 17 þúsund tonnum en var innan við 7 þúsund tonn í fyrra. Ljóst er að þessar miklu breytingar í útflutningi íslenskra sjávarafurða eru ekki neinar tilviljanir. Sölusamtökin laga markaðsstarf sitt og vöruþróun að þeirri framvindu sem er á hveijum tíma í viðskiptalöndum okkar. Eftir- spum eftir fiski í heiminum er meiri en framboðið. Fiskimiðin eru tak- mörkuð auðlind og því er það hlutverk þeirra, sem sinna markaðsstörfum, að fá sem allra mest verðmæti fyrir þær afurðir sem fluttar eru út. Þess vegna hefur verið lögð aukin áhersla á sölustarf á Asíumörkuðum og í Frakklandi, svo dæmi séu nefnd, en í þessum löndum er eftirspum eftir gæðavöru mikil og verðið hátt. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.