Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 21

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 21
í markaðsstarfi og vöruþróun hafa íslenskir útflytjendur sjávarafurða að- lagað sig nútímanum og unnið nýja markaði. BJARTSÝNIOG BLIKUR Sölumenn íslenskra fiskafurða í Evrópu eru mjög bjartsýnir. Þeir telja að áfram muni takast að halda háu verði á íslenskum sjávarafurðum. Þeir segja að allir helstu fiskkaupend- ur beini sjónum sínum að íslendingum og að íslenski fiskurinn sé talinn sá besti. Við höfum því spilin á hendinni — en við þurfum að spila rétt úr þeim. Auk þess eru nýir markaðir að opnast í Austur-Evrópu. í Austur-Þýska- landi er 16 milljón manna markaður að galopnast. Fiskiskipafloti þeirra er talinn vera nánast ónýtur og kvóta- laus þannig að þeir verða að flytja allan fisk inn. Ætla íslendingar sér einhvern hlut í því? En þrátt fyrir farsælt starf, mikla eftirspurn og hagstætt verð eru blik- ur á lofti. Opnun innri markaðar Evrópu- bandalagsins í árslok 1992 veldur miklu róti. Ekkert liggur fyrir um það hver verður staða íslands að þeirri uppstokkun lokinni. En útflutningur íslendinga til Evrópubandalagsland- anna er svo mikilvægur að ekki þýðir fyrir okkur að láta loka okkur úti Réttir úr íslenskum fiski búnir til í eldhúsi Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi. ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA 1970-1989 F.O.B. MILUÓNIR USD HLUTFALLSLEG SKIPTING ÚTFLUTNINGS 1989 Landbúnaðarafurðir Iðnaðarvörur Annað 3% Sjávarafurðir 74%

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.