Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 26

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 26
FORSIÐUGREIN FRAKKLANDSMARKAÐUR BLÓMSTRAR - RŒTT VIÐ PÉTUR EINARSSON, SÖLUSTJÓRA SH í PARÍS Pétur Einarsson, sölustjóri SH í París. Gífurleg aukning hefur orðið á útflutningi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna til Frakklands á síðustu misserum. A síðasta ári flutti SH út 13.900 tonn til Frakk- lands sem var um 83% aukning frá árinu 1988. Utflutningsverðmæt- ið nam tæpum tveimur milljörðum króna. Þar með er Frakkland kom- ið í þriðja sætið hjá SH. Einungis Bandaríkin og Japan eru stærri. í fyrra fóru 27.300 tonn frá SH til Bandaríkjanna og 19.000 tonn til Japan. Fyrir nokkrum árum hefðu fáir átt von á að Frakkland yrði stærra útflutningsland hjá SH en Sovét- ríkin og Bretland. Franski markaðurinn hefur vaxið mjög hratt. Árið 1980 flutti SH 2.825 tonn þangað, 5.281 tonn árið 1985 og 7.732 tonn árið 1988. Þannig hefur út- flutningurinn þangað nær fimmfaldast á tæpum áratug. Heildarútflutningur SH á sl. ári nam um 96 þúsund tonnum sem var 21% magnaukning og 42% verðmætaaukn- ing í krónum saman borið við árið á undan. Heildarverðmæti útflutningsins SH var um 15 milljarðar króna sem er um helmingur alls útflutnings frystra sjávarafurða frá íslandi árið 1989 og um fjórðungur alls sjávarafurðaútflutnings landsmanna. Um 89% útflutnings SH fór til 6 landa. Langmest söluaukning varð í Frakklandi. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna rekur söluskrifstofu í París þar sem Lúðvík B. Jónsson er fram- kvæmdastjóri og Pétur Einarsson söl- ustjóri. Skrifstofan tók til starfa í Frakk- landi árið 1988. Ritstjóri Frjálsrar versl- unar hitti Pétur að máli í París til að for- vitnast um markaðsstarfið í Frakklandi. „Við seljum hér einkum fryst flök af þorski, grálúðu, karfa, ufsa og steinbít og ferskan lax. Franski markaðurinn er auk þess mjög sterkur fyrir aukaafurðir. Þar má nefna löngu, keilu, tindabikkju og þorskhrogn. Hér og á Spáni höfum við einnig fengið gott verið fyrir sfld, hörpudisk og humar. Hér er mikil samkeppni í gæðum og verðum og innflytjendur á þessum markaði berjast hart um góða viðskipta- vini. Slík samkeppni hefur þó yfirleitt ekki leitt til verðlækkunar hjá okkur. Það má e.t.v. nefna þijár ástæður: í fyrsta lagi er vöruúrval okkar það breitt og framleiðslugeta okkar það mikil að viðskiptasambönd okkar eru mjög sterk. í öðru lagi, og þar er kannski einn helsti kostur sölukerfis SH, þá getum við alltaf einbeitt okkur að öðrum mörk- uðum ef um er að ræða langvarandi verðmismun. í þriðja lagi geta sölusam- tök eins og SH frekar átt tímabundnar birgðir á meðan verð er lágt. Slíkt er mun erfiðara fyrir minni útflytjendur. Helstu keppinautar okkar eru Norð- menn, Færeyingar, Danir og Bretar og svo Frakkar sjálfir. Vissulega verðum við einnig varir við samkeppni frá öðrum íslenskum útflytjendum og er hún í flest- um tilvikum af hinu góða. Því miður fréttist þó stundum af undirboðum frá minni útflytjendum á íslandi og getur það valdið óróleika meðal kaupenda. Nefna ber einnig gámafiskinn sem sam- keppnisvöru. Því miður er þessi fiskur oft lélegur að gæðum og ef magnið er mikið endar fiskurinn oft í frystingu hér í Frakklandi. Vonumst við vissulega til að ný stjóm á þessum útflutningi heima, takmarki magnið og að eingöngu sé verið að þjóna hágæða ferskfiskmarkaði en ekki erlendum keppinautum. Að öðru jöfnu hefur verð farið hækk- andi og það bendir ekkert til annars en 26

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.