Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.05.1990, Qupperneq 32
Konur eru í miklum meirihluta svipað og er í íslenskum frystihúsum. það hefur verið samfelld aukning í sölu síðustu 8 mánuðina. Mikill uppgangur hefur verið í atvinnu- lífi á Grimsby-svæðinu undanfarin ár og má glöggt sjá það af miklum umsvifum í iðnaðarhverfinu sem íslenska verksmiðjan er staðsett í. Að sögn Jóns er aðeins 6-7% atvinnuleysi í Grimsby er atvinnuleysið er 14-15% víðast annars staðar í Bretlandi. En hvemig gengur samstarf við starfs- fólkið í verksmiðju dótturfyrirtækis SH í Grimsby? „Þegar ég kom hingað fyrir 4 árum var mjög „sterk“ verkstjóm í fyrirtækinu. Við ákváðum að treysta meira á sjálfsaga fólksins, losuðum um böndin og vildum sjá hvort ekki væri hægt að laða fram betri vinnubrögð með jákvæðri örvun, án boða eða banna. Þetta hefur alls ekki gengið vel að mínu mati og nú hefur verkstjómin verið styrkt á ný. Sannleikurinn er sá að fólk er afar mis- jafnt í eðli sínu eftir því hvar það býr. íslenskt verkafólk, sem ég þekki vel eftir áralöng störf í íslenskum frystihúsum, er mun sjálfstæðara en Bretar. Þessu fylgja bæði kostir og gallar. Ef vandamál koma upp stendur Bretinn ráðþrota en íslend- ingurinn bjargar málinu! Hins vegar er meiri agi hér en heima og hefur það auðvit- að sína kosti, ekki síst þegar um fram- leiðslu á viðkvæmri vöm er að ræða.“ SÍBREYTILEG FRAMLEIDSLA Eins og fram kom hjá Jóni Jóhannessyni eru framleiddir um 300 mismunandi vöm- flokkar í verksmiðju dótturfyrirtækis SH í Grimsby. Þegar okkur bar að garði var þar ys og þys hvar sem litið var. Starfsmenn em flestir í hlutastörfum og konur í mikl- um meirihluta, svipað og er í íslenskum frystihúsum. „Gæðaeftirlit hér er afar strangt enda kaupendumir vandlátir svo ekki sé meira sagt. Einn starfsmaður sinnir eftirlitinu á hverri framleiðslulínu og hefur yfirlit yfir allt ferlið, allt frá því blokkin er söguð niður í minni einingar og þar til framleiðsl- an fer fullbúin í neytendapakkningar. Þá verjum við verulegri orku og fjármunum í þróunarstarf því stöðugt þarf að laga fram- leiðsluna að óskum viðskiptavinanna. í því skyni er hér fullkomið tilraunaeldhús og auðvitað rannsóknarstofa sem gerir reglu- legar mælingar á innihaldi hráefnisins," sagði Jón íramleiðslustjóri einnig. Jón sýndi okkur nýja vöm sem er mark- aðssett undir heitinu Cod Royals. Þar er um að ræða valinn hluta þorsksins. Góm- sætum sósum er komið fyrir inni í fisk- stykkinu og brauðmylsna sett utan um sem hjúpur. Þessi nýja framleiðsla hefur líkað vel í Frakklandi enda mikla sælkera að finna þar í landi. Vinnuafl er mun ódýrara hér en heima og markaðurinn er á næstu grösum En að lokum, Jón. Hvers vegna standa menn í því að reka verksmiðju í Bretlandi? Er ekki eðlilegra að veita íslensku fólki atvinnu við að fúllvinna íslenskan fisk? „Vissulega hafa menn velt þessu fyrir sér lengi en ýmislegt gerir það að verkum að við teljum heppilegt að reka svona fyrirtæki hér í Grimsby. Til dæmis má nefna að vinnuafl er mun ódýrara hér en heima og markaðurinn er á næstu grös- um, sem gerir það að verkum að auðvelt er að verða strax við óskum viðskiptavina um breytingar. Ég held t.d. að kaupend- um okkar þætti önugt að þurfa að fara upp til íslands til að kynna sér firamleiðsluna, því fulltrúar viðskiptavina okkar skjótast oft hér inn til eftirlits. Þá er ljóst að jafnvel þótt svona fiskréttaverksmiðja væri stað- sett heima, yrði alltaf að vera millilager í Evrópu og þar væru menn að tala um verulegan viðbótarkostnað. í þessu dæmi verður að hafa í huga að þjóðir eru ákaflega kenjóttar þegar um mat er að ræða. Til dæmis höfum við íslendingamir, sem hér störfum, fyrir löngu gert okkur grein fyrir því að við erum ekki dómbærir á gæði þeirra rétta sem hér eru framleiddir. Smekkur Bret- ans og hefð í matargerð eru einfaldlega allt önnur en okkar. Besta ráðið til að mæta þessu er að láta Bretana sjálfa um að fram- leiða réttina eftir eigin hugmyndum. Þá em viðskiptavinimir ánægðir," sagði Jón Jóhannesson framleiðslustjóri í fiskrétta- verksmiðju SH í Grimsby. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.