Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 34

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 34
FORSIÐUGREIN Verksmiðja Seafood Ltd. landi. fyrirtækið fyrir 3.5 milljónir sterlings- punda. Salan hefur vaxið ár frá ári, nam 19 milljónum punda árið 1985 og rúmlega 44 milljónum punda árið 1989. A þessu ári virðist sem mikil aukning ætli að verða í sölu, en við komum ef til vill nánar að því síðar.“ Ólafur skýrði fyrir okkur verkefni sölu- skrifstofa fyrirtækisins í helstu viðskipta- löndunum og við spurðum hann hvort eitt- hvað nýtt væri á döfinni varðandi fisksöl- una um þessar mundir. AÐ SKAPA ATVINNU HEIMA „Verkefni okkar er fyrst og fremst að selja fisk og þess vegna erum við stöðugt að leita eftir nýjum viðskiptavinum og þróa nýjar pakkningar í samvinnu við framleið- endur heima og viðskiptaaðilana hér úti. Uppistaðan í okkar vamingi hefur til þessa verið fryst flök og blokk en nú bendir ým- islegt til að möguleikar séu að skapast á öðrum sviðum einnig. Árið 1988 hófum við sölu á fiski í neytendapakkningum og við- brögð markaðarins hafa verið ákaflega góð. Um er að ræða pakkningar að óskum verslunarkeðjunnar Marks & Spencer og hefur salan að magni til aukist jafnt og þétt. Árið 1988 seldum við 60 tonn af þessari sérvöru en þegar er búið að selja 350 tonn á þessu ári, bæði til Marks & Spencer og Tesco. Vissulega er hér ekki um mikið magn að ræða. Það, er hins vegar athyglisvert, er virðisaukinn við sölu í smápakkningum. Verðmæti þessara 350 tonna, sem við höfum selt í ár, er um 1.6 milljónir sterl- ingspunda en ef við hefðum selt sama magn í blokk eða heilum flökum hefði verðmætið orðið um 1 milljón punda. Vit- anlega fer hluti þessa virðisauka í fram- leiðslukostnað, pakkningar, meiri dreif- ingarkostnað o.s.frv. en mesti ávinning- urinn er fólginn í atvinnutækifærunum heima á íslandi og auknum gjaldeyristekj- um fyrir þjóðarbúið. Það er því ljóst að við munum leggja höfuðáherslu á að auka þessi viðskipti á næstu árum.“ Eins og kom fram eru þessar neytenda- pakkningar að óskum kaupendanna úti og merktar þeirra verslunum. Ólafur kvað óraunhæft fyrir Iceland Seafood að ætla sér að fara að keppa við stóra dreifingar- aðila eins og Birds Eye og Ross Youngs sem væru með um 50% markaðarins eða stóru verslunarkeðjumar sem réðu yfir um 40% markaðarins. ik saltfiskframleidenda á Islandi, 'hidi saltfiskframleiöenda er um 350. þorskafla um sem hefur vt króna á undanförnum '6% af vöruútflutnings- anna. SÖLUSAMBAND (SLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA AÐALSTRÆTI 6 101 REYKJAVÍK 34

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.