Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.1990, Side 44
FORSIÐUGREIN ISLENSKAN FISK MA EKKI VANTA Á MARKAÐINN - SEGIR FRANCISCO ROVIRA, SALTFISKINNFLYTJANDI í BARCELONA kunnugir og geta aðlagað vör- una kröfum neytenda á hverjum stað og tíma. Francisco Rovira, eigandi fyrir- tækisins hefur orðið: „Markaðsstaða íslenska saltfisks- ins hefur orðið sterkari og sterkari á undanförnum árum vegna gæða, jafnrar afgreiðslu til okkar og mark- vissrar kynningarstarfsemi. I mínum huga er enginn vafi á því að íslenski saltfiskurinn er númer eitt. Áríðandi er fyrir okkur innflytjenduma að fisk- inn vanti ekki og samstarfið við ísland verði áfram öruggt og traust. Ef v'ð fáum ekki fisk verðum við annað hvort að loka eða snúa okkur annað og kaupa lakari fisk frá öðrum en ís- lendingum. Við viljum komast hjá því í lengstu lög og við vonum að fyrir- komulag í sölu á saltfiski frá íslandi til Spánar verði óbreytt. Það er öllum fyrir bestu, íslendingum, okkur og neytendunum. Allar truflanir og óregla í framboði bijóta niður það mikla starf sem hér hefur verið unn- ið.“ „Ég kom fyrst til íslands fyrir tveimur árum og hreyfst mjög af land- inu. Innflytjendur hér hafa heimsótt ísland, skoðað vinnslustöðvarnar og hitt fólkið sem vinnur að saltfiskfram- leiðslunni. Auk þess höfum við fengið hópa íslenskra fiskframleiðenda og starfsmanna í heimsókn til okkar. Gagnkvæmar heimsóknir af þessu tagi eru mikils virði og auka skilning allra aðila á því sem verið er að fást við. Ég er formaður í félagi saltfisk- innflytjenda í Katalóníu og við erum mjög ánægðir með samstarfið við SÍF. Þeir hafa góðan skilning á þörf- Francisco Rovira og Jose Solernou fulltrúi SÍF í Barcelona. Rovira Vallhonrat, S.A. er eitt þeirra fyrirtækja sem flytja inn íslenskan saltfisk til Barcelona. Yfir 95% af innflutningi fyrir- tækisins er frá Islandi. Fyrir- tækið dreifir saltfiskinum til smásala, veitingahúsa og ann- arra. Að hluta til er fiskurinn unninn frekar hjá fyrirtækinu og honum m.a. pakkað í neyt- endapakkningar til sölu í kjör- búðum. Veitingahúsin óska eftir að fá fiskinn afgreiddan til sín með mismunandi hætti og þessa þjónustu veitir hinn spánski innflytjandi. Hann segir að erfitt sé að láta þennan hluta loka- vinnslunnar fara fram á íslandi. Kröfur neytenda séu mjög mis- í vinnslusal hjá Francisco Rovira. munandi eftir löndum og lands- hlutum og því sé nauðsynlegt að þessi lokafrágangur sé unninn á staðnum þar sem menn eru vel 44

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.