Frjáls verslun - 01.05.1990, Side 48
FOLK
ÍSLENDINGAR EKKI
ÞJÓNUSTULUNDAÐIR
HILDUR JÓNSDÓTTIR, DEILDARSTJÓRIINNANLANDSDEILDAR
SAMVINNUFERDAR-LANDSÝNAR, TEKIN TALI
Á síðustu tíu árum hafa ís-
lendingar orðið vitni að geysi-
legri þróun á sviði ferðamála hér
á landi og kveða sumir svo fast
að orði að frekar beri að tala um
byltingu en þróun. Þeir eru
margir sem hafa lagt hönd á
plóginn og ómælda vinnu í að
gera Island að því ferðamanna-
landi sem það er orðið. Ein
þeirra er Hildur Jónsdóttir,
deildarstjóri innanlandsdeildar
Samvinnuferða-Landsýnar, en
hún hefur starfað af miklum eld-
móði á þessu sviði sem og öðr-
um.
Hildur hefur sjaldan farið eftir hefð-
bundnum leiðum í lífinu. Hún var búin að
reyna margt áður en hún ákvað að leggja
ferðamálunum lið. ,Jú, það er rétt. Ég
kom frekar með reynsluna í farteskinu
þegar ég byrjaði hjá Samvinnuferðum-
Landsýn en langskólanám."
Hildur er ein þeirra persóna sem gustar
af og það fer vart á milli mála þegar hún er
einhvers staðar nærri. Mér fróðari menn
segja að allt hennar starf einkennist af
þessum dugnaði og framtakssemi. En
hver er þessi kona?
HflSETI Á HUMARVERTÍÐ
„Ég hef búið alla mína ævi hér á suð-
vesturhomi landsins, annars vegar í
Reykjavík og á Seltjamamesi og hins veg-
ar í Vestmannaeyjum. Faðir minn var
skipstjóri og útgerðarmaður svo ég er alin
upp við sjó og sjávarútveg. Á ámnum
1958-1964 bjó ég í Vestmannaeyjum og
naut þeirra forréttinda að komast að sem
háseti á bát hjá föður mínum síðustu tvö
sumrin mín í Eyjum. Við vorum á humar-
veiðum. Fyrra sumarið var ég fimmtán ára
TEXTI: HALLDÓRA SIGURDÓRSDÓHIR MYNDI
48
Hildur Jónsdóttir deildarstjóri hjá
Samvinnuferðum — Landsýn.
og var hálfur háseti á hálfum hlut en sum-
arið eftir var ég á fullum hlut og var mjög
stolt af því.
Hvað skólagöngu mína varðar lauk ég
gagnfræðaprófi sautján ára frá Réttar-
holtsskóla. Ég hafði geysilegan áhuga á
tungumálum og í mér var þegar komin
þessi ævintýra- og útþrá sem einkennir
mig og allt mitt líf. Foreldrar mfnir vildu að
ég færi í frekara nám og lyki a.m.k. stúd-
entsprófi en ég var ekki á sama máli. í
staðinn fyrir að setjast á skólabekk réði ég
mig í vist til þýskra læknishjóna, sem
bjuggu í litlum baðstrandarbæ rétt hjá
Lúbeck. Næstu tveimur árum eyddi ég í
tungumálanám því eftir tæplega árs dvöl í
Þýskalandi fór ég til Englands og lærði
ensku í Cambridge.
Mér leið aldrei eins vel í Englandi og í
Þýskalandi og skýringarinnar er væntan-
lega að leita í því að ég bjó hjá fjölskyldu í
!: KRISTJÁN EINARSSON
Þýskalandi en var í fullu starfi og síðan í
kvöldskóla í Englandi. Ég átti mína þýsku
vini en aftur á móti var ég mest með ís-
lendingum í Cambridge. Ég vil líka kenna
því dálftið um að ég var hvergi nálægt sjó
eða vatni í Englandi. Það virðist vera
þannig að mér liði ekki vel nema hafa sjáv-
arföllin í námunda við mig. Ég bjó t.d. í
nokkur ár í Alfheimunum í Reykjavík inni í
miðjum bæ og það var ekki fyrr en við
fluttum út á Seltjamames, þar sem ég hef
sjóinn fyrir augunum allan daginn, að ég
fann mig aftur heima.
Þegar ég kom heim tæplega tvítug tók
ástin í taumana og síðan þá hefur Sigmund-
ur Ríkarðsson verið minn lífsfömnautur.
Næstu fimm árin vann ég ýmis störf og var
m.a. flugfreyja hjá Loftleiðum í þrjú ár.
Það kom svo að því að ég eignaðist dreng-
ina mína tvo, þá Ríkarð og Jón Teit sem nú
em 18 og 15 ára.
Þegar ég eignaðist Ríkharð, þá 25 ára
gömul, fór ég að velta lífinu meira fyrir
mér og mig langaði að byggja mig upp og
gera eitthvað spennandi. Það varð því úr
að ég settist á skólabekk í Öldungadeild
MH. Næstu fjögur árin fóra íbamauppeldi
og skólanám en ég lauk stúdentsprófi eftir
fjögurra ára skólagöngu."
Það hlýtur að hafa kostað blóð, svita og
tár að vera með tvö h'til böm á sama tíma
og þú varst að lesa undir stúdentspróf.
,Já, auðvitað var þetta erfitt en þetta
gekk. Svefntíminn var mun styttri en ég
hafði áður vanist og maður vann aðeins
meira en áður. Ég er mjög metnaðarfull að
eðlisfari og það hjálpaði heilmikið enda
kom aldrei til greina að gefast upp. Því má
náttúmlega ekki gleyma að þama var ég
sjálf tilbúin að fara í skóla, þetta var mín
ákvörðun og minn vilji enda fékk ég mjög
mikið út úr náminu og mér fannst gaman í
MH. Það kom aldrei upp sú staða að ég
sæi eftir því að hafa ekki farið í mennta-