Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 62

Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 62
TOLVUR Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri HP á íslandi og Jörgen Herlevsen, forstjóri ræða hér málin á góðri stundu á afmælishátíðinni. félagið í heild sinni ef þeir opnuðu hurðina aðeins meira fyrir okkur á þennan hátt.“ ÍSLAND OG DANMÖRK MEÐ TÖLVUVÆDDUSTU LÖNDUM HEIMS Hver er munurinn á íslandi og Dan- mörku sem viðskiptalöndum HP? „Lítið fyrirtæki eins og HP á íslandi getur ekki gert allt og fengið allt sem það vill. Það er þess vegna mjög háð stuðningi frá Danmörku, frá Bandaríkjunum og frá markaðsmiðstöðvum okkar í Evrópu. Stærðin á markaðinum ein og sér tak- markar það sem fyrirtækið getur boðið upp á. Það er mjög dýrt að láta þýða hug- búnað yfir á íslensku. íslendingum er mjög annt um íslenskuna og Danir vilja einnig vemda sitt tungumál, þó að málvemdar- stefnan sé mun róttækari héma en í Dan- mörku. En þetta kostar mjög mikið því það kostar jafn mikið að láta þýða hugbún- að yfir á dönsku eins og íslensku. Þessi lönd em mjög svipað langt komin hvað varðar tölvuvæðingu. ísland er eitt tölvu- væddasta ríki heims og það er Danmörk einnig. Það er mjög áhugavert að reyna nýja hluti í þessum ríkjum vegna þess að þau em svo lítil. Ef maður ber ísland og Danmörku saman hvað varðar tölvun þá hugsa ég að íslendingar fái meira út úr tölvunum sínum en Danir og reyndar meira en flestar aðrar þjóðir sem ég þekki.“ Sérðu fyrir þér einhverjar stórkostleg- ar breytingar í tölvuiðnaðinum í náinni framtíð? „Tölvumar munu fara inn á heimilin í auknum mæli. Þær em einnig notaðar mikið núna í framleiðslu og þjónustustörf- um. Tölvan er í rauninni orðin hluti af framleiðsluvörunni eða þjónustunni. Raf- eindasamskipti verða lykilatriði á næstu ámm og í gegnum þau samskipti mun myndast það sem við köllum viðskiptavin- ur — þjónn, umhverfi. Það verður tölvun- arumhverfi framtíðarinnar. Þjónustu- stöðvar, sem þjóna öðmm tölvukerfum eða hópum af einkatölvum. Viðskiptavin- imir verða einkatölvur, stórar fyrirtækis- tölvur eða vinnustöðvar. En það mikil- vægasta í sambandi við þetta kerfi er að það verður hægt að tengja allt við það. Og það verður mjög auðvelt að nota tölvum- ar. Þær munu breytast þannig að allir geti notað þær, eins og sfma til dæmis. Það nennir enginn að fara á námskeið til að læra að nota símann. En slíkt tölvunamm- hverfi verður aðeins byggt upp með sam- vinnu. Tölvuframleiðendur verða að læra að búa til tölvur sem geta talað við aðrar tölvur. Lokuð kerfi verða þá úr sögunni. Það verða viðskiptavinimir, sem stjóma framleiðslu tölvufyrirtækjanna, en ekki tölvufyrirtækin sem stjóma viðskiptavin- unum. Fyrirtæki, er átta sig ekki á þessu, verða á eftir í samkeppninni. í framtíðinni verður það nefnilega ekki þannig að þeir stóm éti þá litlu. Það verða þeir fljótu sem éta þá hægu.“ 62

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.