Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 64
TOLVUR
HP OGIBM BITAST UM
VIÐSKIPTAMARKAÐINN
- SEGIR FROSTIBERGSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIHP Á ÍSLANDI
Frosti við spánýjan tölvugæðing frá HP. Takið eftir frelsisstyttunni á skjánum. HP hefur barist fyrir opnum
hugbúnaðarkerfum þannig að tölvunotendur geti valið hvaða tölvukerfi sem er og tengt saman gömul og ný kerfi.
„Okkur gekk mjög vel í upphafi en síðan
varð ákveðin mettun á markaðinum á ár-
inu 1988. Það ár seldum við fá stór kerfi,"
sagði Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri
HP á íslandi. HP hefur lagt mikla áherslu á
sölu á stórum kerfum HP3000 með MPE
stýrikerfi og HP9000 með UNIX stýri-
kerfi. Fyrirtækið hefur einnig selt töluvert
af öflugum einmenningstölvum en það
býður upp á Vectra tölvur. Aðal nýjungin,
sem HP býður upp á á þessu ári, er ný leið
til tölvunotkunar, sem einfaldar notandan-
um vinnuna mjög mikið, svokallað NEW
WAVE umhverfi, sem fer sigurför um
heiminn um þessar mundir. Á ráðstefn-
unni, sem FIP héit í tilefni af afmælinu, var
þetta nýja tölvuumhverfi kynnt í fyrsta
sinn á íslandi.
Að sögn Frosta er IBM aðalsamkeppn-
isaðili HP hér á landi en þessi tvö fyrirtæki
bítast um viðskiptavini á viðskiptamarkað-
inum fyrir stór kerfi. Frosti sagði að hér á
landi væru ýmis svið sem tölvufýrirtækin
ættu ennþá eftir að kanna. Sem dæmi um
þetta nefndi hann teiknikerfi fyrir verk-
fræðistofur, borgir og bæi. Með þessum
teiknikerfum er hægt að teikna grafískar
þrívíddarmyndir af lögnum, götum, sfma-
lfnum, o.s.frv. „Þetta er að koma núna og
HP er mjög sterkt á þessu sviði,“ sagði
Frosti.
Frosti sagði að svipað hrun hefði átt sér
stað í tölvuviðskiptum hér og í bílavið-
skiptum. Samdrátturinn hefði numið á
milli 20-30%. „Ég spái því að samkeppnin
muni harðna jafnt og þétt. Það verður
rnjög erfitt fyrir nýja aðila að koma inn á
þennan markað. Hinsvegar mun verða
krafist meira af þeim aðilum sem eru fyrir
á markaðinum t.d. í sambandi við að bjóða
upp á íslenskan hugbúnað."
Hann sagði að HP tæki mjög meðvitað-
ar ákvarðanir um markaðssetningu. „Við
ákveðum hvað við viljum láta eiga sig til
þess að geta einbeitt okkur betur að sam-
keppninni á öðrum sviðum. Við reynum að
fiima viðskiptavini og markaði á sviðum
þar sem við stöndum sterkir, tækjalega og
hugbúnaðarlega. Þannig mælum við einn-
ig út veikleika keppinautanna. Við teljum
að við séum leiðandi í þessum opnu kerf-
um. Við höfum 50% markaðshlutdeild í
tölvum með UNIX stýrikerfum en þar hef-
ur okkur gengið mjög vel. Og við ætlum
64