Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 64
TOLVUR HP OGIBM BITAST UM VIÐSKIPTAMARKAÐINN - SEGIR FROSTIBERGSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIHP Á ÍSLANDI Frosti við spánýjan tölvugæðing frá HP. Takið eftir frelsisstyttunni á skjánum. HP hefur barist fyrir opnum hugbúnaðarkerfum þannig að tölvunotendur geti valið hvaða tölvukerfi sem er og tengt saman gömul og ný kerfi. „Okkur gekk mjög vel í upphafi en síðan varð ákveðin mettun á markaðinum á ár- inu 1988. Það ár seldum við fá stór kerfi," sagði Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri HP á íslandi. HP hefur lagt mikla áherslu á sölu á stórum kerfum HP3000 með MPE stýrikerfi og HP9000 með UNIX stýri- kerfi. Fyrirtækið hefur einnig selt töluvert af öflugum einmenningstölvum en það býður upp á Vectra tölvur. Aðal nýjungin, sem HP býður upp á á þessu ári, er ný leið til tölvunotkunar, sem einfaldar notandan- um vinnuna mjög mikið, svokallað NEW WAVE umhverfi, sem fer sigurför um heiminn um þessar mundir. Á ráðstefn- unni, sem FIP héit í tilefni af afmælinu, var þetta nýja tölvuumhverfi kynnt í fyrsta sinn á íslandi. Að sögn Frosta er IBM aðalsamkeppn- isaðili HP hér á landi en þessi tvö fyrirtæki bítast um viðskiptavini á viðskiptamarkað- inum fyrir stór kerfi. Frosti sagði að hér á landi væru ýmis svið sem tölvufýrirtækin ættu ennþá eftir að kanna. Sem dæmi um þetta nefndi hann teiknikerfi fyrir verk- fræðistofur, borgir og bæi. Með þessum teiknikerfum er hægt að teikna grafískar þrívíddarmyndir af lögnum, götum, sfma- lfnum, o.s.frv. „Þetta er að koma núna og HP er mjög sterkt á þessu sviði,“ sagði Frosti. Frosti sagði að svipað hrun hefði átt sér stað í tölvuviðskiptum hér og í bílavið- skiptum. Samdrátturinn hefði numið á milli 20-30%. „Ég spái því að samkeppnin muni harðna jafnt og þétt. Það verður rnjög erfitt fyrir nýja aðila að koma inn á þennan markað. Hinsvegar mun verða krafist meira af þeim aðilum sem eru fyrir á markaðinum t.d. í sambandi við að bjóða upp á íslenskan hugbúnað." Hann sagði að HP tæki mjög meðvitað- ar ákvarðanir um markaðssetningu. „Við ákveðum hvað við viljum láta eiga sig til þess að geta einbeitt okkur betur að sam- keppninni á öðrum sviðum. Við reynum að fiima viðskiptavini og markaði á sviðum þar sem við stöndum sterkir, tækjalega og hugbúnaðarlega. Þannig mælum við einn- ig út veikleika keppinautanna. Við teljum að við séum leiðandi í þessum opnu kerf- um. Við höfum 50% markaðshlutdeild í tölvum með UNIX stýrikerfum en þar hef- ur okkur gengið mjög vel. Og við ætlum 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.