Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN UPPSTOKKUN SIOÐA- KERFISINS ER SNÚIÐ MÁL Að undanförnu hafa málefni fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna verið talsvert til umræðu. í áliti nefndar, sem starfað hefur á vegum Forsætisráðuneyt- isins, hefur komið fram sú stefna að sameina skuli hina ýmsu sjóði atvinnulífsins. En Viðskiptaráðuneyt- ið hefur látið semja lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að fjárfestingalánasjóðunum verði breytt í hlutafélög og að þeim verði settar almennar starfsreglur. Sameining sjóða er eitt af þessum lausnarorðum sem skotið hafa upp kollinum í stjórnmálaumræðu á Islandi án þess menn geri sér grein fyrir þeim raun- veruleika sem að baki býr. Aður en rætt er um að sameina sjóði verða menn að átta sig á eðli þeirra, stöðu og starfsháttum. Fjárfest- ingarlánasjóðirnir eru nánast eins misjafnir og þeir eru margir. Þeim má í aðalatriðum skipta í þrennt. Húsnæðislánakerfið er langstærsti hluti sjóðanna með yfir 80 milljarða útlán. Með breytingu yfir í hús- bréfakerfi er þegar búið að marka framtíðarstefnu sem ætti að auðvelda stjórnvöldum að koma framkvæmd vegna þessa kerfis yfir á bankana. Byggingarsjóður ríkisins er hins vegar einn af þessum opinberu sjóðum sem fyrirsjáanlega verða gjaldþrota og eru á ábyrgð ríkisins. Næst er að nefna fjárfestingarlánasjóði atvinnuveg- anna sem sumri hverjir eru öflugir og starfa á við- skiptalegum grunni. Þar er einkum átt við Fiskveiða- sjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð. Þeir eru allir stórir og öflugir og hafa góða eiginfjárstöðu. Ekki verð- ur séð að neitt vit sé í að hrófla við t.d. þessum þremur sjóðum. Hins vegar er sú þróun hafin að þeir hafa tekið smærri sjóði yfir og má ætla að framhald geti orðið þar á og að það geti orðið til góðs. Þannig samruni verður að gerast í frjálsum samningum en ekki með valdboði að ofan. Loks er að nefna opinbera stuðnings- og styrktar- sjóði, eins og t.d. Byggðasjóð, Hlutafjársjóð, Atvinnu- leysistryggingasjóð og Framkvæmdasjóð íslands. Þeir hafa allir þurft að lána til starfsemi sem stendur ekki undir skuldbindingum sínum og hafa því tapað bróður- parti eiginfjár síns eða munu tapa því. Stuðningur þessara sjóða hefur verið veittur samkvæmt fyrirmæl- um stjórnvalda, að því er virðist, í þeim tilgangi að fresta því að vandi komi upp á yfirborðið og falli á ríkissjóð. Þessir sjóðir eru allir á ábyrgð ríkissjóðs og eru vandamál sem stjórnvöld verða að leysa. Það er út í hött að ætla sér að leysa vanda þessara sjóða með því að sameina þá sjóðum sem standa vel að vígi og gegna hlutverkum sínum með sóma. Þannig væri verið að eyðileggja trausta sjóði með því að láta þá axla syndir annarra. Koma verður í veg fyrir skemmdarverk af því tagi. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 685380 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18. sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.490 kr. (415 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 499 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.