Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 10

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 10
 FRETTIR AÐALFUNDUR EIMSKIPS HF.: GOTTAR- BffTT AFKOMA MIKIÐ FJÁRFEST Á aðalfundi Eimskips fyrir árið 1990 kom fram að árið hafði verið félag- inu hagstætt. Hagnaður var 341 milljón króna samanborið við 189 millj- ónir árið á undan. Hagn- aður fyrir reiknaðan tekjuskatt og eignarskatt nam 701 milljón króna og hafði hækkað úr 383 milljónum króna frá ár- inu á undan. Arðsemi eigin fjár fé- lagsins árið 1990 var 11% en meðaltal síðustu 5 ára er 13%. Bókfærð eigin- fjárstaða félagsins var 3.9 milljarðar í árslok og er eiginfjárhlutfall 45% sem hlýtur að teljast sterk staða. Til viðbótar við þessa bókfærðu eigin- fjárstöðu er ljóst að félag- ið á verulega dulda vara- sjóði sem gætu numið milljörðum króna. Á árinu 1990 voru heildarflutningar Eim- skips 993 þúsund tonn sem er 5% aukning milli ára, annað árið í röð. Veruleg aukning hefur orðið á flutningum félags- ins milli erlendra hafna. Eimskipsmenn telja að hlutur félagsins í vöru- flutningum á stykkjavöru til og frá Islandi hafi verið svipaður árið 1990 og undanfarin ár. Fjárfestingar voru miklar hjá Eimskip á ár- inu. Samtals námu þær 1.874 milljónum króna. Félagið keypti fjögur skip á árinu. Auk þess keypti Eimskip skipafélagið Ok hf. Dótturfélagið Burða- rás fjárfesti í hlutabréf- um að kaupverði 522 milljónir króna. Þar mun- ar mest um kaup á hluta- bréfum í Flugleiðum, Sjóvá-Almennum trygg- ingum og Skeljungi. BURÐARAS HF.: 2 MILUARDARIBREFUM Eimskip á dótturfélag, Burðarás hf., sem hefur eignarhald á hlutabréfum Eimskips í ýmsuin hluta- félögum, þar á meðal Flugleiðum, Skeljungi, Sjóvá-AImennum trygg- ingum og eignarhaldsfé- lögum Iðnaðarbanka og Verslunarbanka. Bókfært verð þessara hlutabréfa var um 1.250 milljónir króna í árslok 1990. Markaðsverð þeirra var þá um 2.048 milljónir króna. Þannig voru duldir varasjóðir vegna þessara hlutabréfa Eimskips um 800 millj- ónir króna miðað við markaðsverð bréfanna í árslok 1990. PETUR HÆTTIR Pétur Sigurðsson er hættur í stjórn Eimskips. Á aðalfundi Eimskips varð ein breyting á stjórn félagsins. Pétur Sigurðs- son, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Hann var fyrst kjörinn í stjórn félagsins árið 1953 og átti því sæti í stjórn Eimskips í 37 ár. Eimskip fæst við ýmislegt fleira en skipaflutninga. 10

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.