Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 25

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 25
 íslenskra stjórnenda fer greinilega vaxandi og kemur það m.a. fram í fjölsóttum fundum og ráðstefnum fé- lagsins. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur einnig sýnt aukinni gæðastjórnun áhuga, sérstaklega aðferðum sem nefndar hafa verið altæk gæðastjóm- un. Að frumkvæði Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra var kom- ið á samstarfi sjávarútvegsfyrirtækj- anna Utgerðarfélags Akureyringa, Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Sfldar- vinnslunnar í Neskaupstað. Við kom- um meira inn á það síðar þegar við leitum svara við því út á hvað altæk gæðastjórnun gengur. Þekktur japanskur brautryðjandi á sviði gæðastjórnunar, Kaoru Ishik- awa hefur dregið hinar árangursríku aðferðir landa sinna saman í nokkrar setningar: • Gæðastjómun felst í því að gera það sem gera þarf í hverju fyrirtæki. • Gæðastjórnun, þar sem ekki næst verulegur árangur, er engin gæðastjórnun. Hún á einfaldlega að leiða til svo mikils hagnaðar að menn verða í vandræðum með peningana! • Gæðastjórnun byrjar á menntun og endar á menntun. • Gæðastjórnun laðar það besta fram í hverjum manni. • Með gæðastjórnun hverfa blekk- ingar innan fyrirtækisins. HÆGT AÐ NÁ ÁRANGRI Hér er bæði höfðað til hugarfars- breytinga allra þeirra sem nálægt reksrinum koma og til þess að beitt sé öguðum vinnubrögðum. Altæk gæða- stjórnun byggir á þeirri einföldu kenn- isetningu að fyrirhyggjuleysi og hand- vömm séu meginástæður fyrir lélegri vöru og háum tilkostnaði. Með öðrum orðum: Gert er ráð fyrir að aukin gæði þýði minnkandi tilkostnað. Þetta gengur í berhögg við hefð- bundnar skoðanir þar sem gengið er út frá því að aukin gæði þýði aukinn kostnað. Til að auka gæðin er ekki nóg að einblína á vöruna sem slíka heldur verður að gaumgæfa öll stjórn- unar- og vinnsluferli fyrirtækisins. Því verður að bæta verklag allra UÓSRITUH /' Suðurlandsbraut 22, símar 689230/689231 LITALJÓSRITUN - ALMENN LJÓSRITUN - TEIKNINGALJÓSRITUN NON HF NÝ TÆKNI - NÝIR TÖFRANDI MÖGULEIKAR Litaljósritun hentar fyrir: teikningar ljósmyndir sölumöppur súlu- og kökurit minni bæklinga kennslugögn myndbandskápur litaglærur landakort o.n. Við höfum tekið í notkun fyrstu Laser ljósritunar- vélarnar frá Canon Þær bjóða upp á ótrúleg myndgæði og möguleika á stækkunum og ýmiss konar sérvinnslu Einnig er verðið mun hagstæðara en áður hefur þekkst Líttu inn eða hringdu og fáðu upplýsingar hjá okkur um þessa frábæru tækni 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.