Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 28

Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 28
Halldór Árnason formaður Gæðastjórnunarfélags íslands: Við stöndum frammi fyrir byltingu á þessu sviði sem má að mörgu leyti líkja við þær umbreytingar sem urðu þegar menn settu vélar í áraskipin. Hreint land - Fagurt land Þrælsterkar vesturþýskar ruslatunnur úr POLYETHYLENE. Öxlar úr ryðfríu stáli - vönduð vara í flestum litum: Gular - Rauðar - Grænar. Merking fyrirtækja möguleg. Mjög gott verð. Sendum í póstkröfu um land allt. Haldið umhverfi ykkar snyrtilegu. henni í þjónustu, en þar lætur árang- urinn heldur ekki á sér standa. ís- lenska efnahagsundrið verður að veruleika ef við tökum altæka gæða- stjórnun upp í öllum rekstri, hvort sem er í opinberri stjórnsýslu, iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun eða þjónustu. Altæk gæðastjórnun er tæki sem m.a. er hægt að beita til þess að auka og bæta opinbera þjón- ustu um leið og dregið er stórlega úr kostnaði við hana.“ AÐ VEUA SÉR FRAMTÍÐ Eitt er víst að stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja verða að taka sig á varðandi gæðastjórnun í víðustu merkingu orðsins. Minnkandi afli úr sjó veldur því að bæta verður gæðin og minnka tilkostnaðinn. Kröfur starfsfólks um bætt kjör gera það að verkum að framleiðsluatvinnuvegirn- ir verða að fmna leiðir til að auka hagnaðinn og svara því kalli. Annars brestur á atgervisflótti, sem raunar er þegar hafinn í miklum mæli. Síðast en ekki síst blasir við aukin sam- keppni á erlendum mörkuðum og nægir í því sambandi að nefna innrás Kanadamanna á þorskmarkaði okkar íslendinga í Bandaríkjunum eða hert- ar kröfur á sameiginlegum Evrópu- markaði eftir 1992. Hér er valið einfalt. Aukin gæða- stjórnun. Þar skiptir öllu máli að árangurinn komi í ljós. Það er gaum- gæfilega fylgst með því átaki sem nú er að unnið í sjávarútveginum enda hagsmunir heildarinnar þar í húfi. Þá er ekki aðeins vísað til altækrar gæðastjórnunar í fyrrnefndum þrem- ur útvegsfyrirtækjum heldur og hvers konar eflingar gæðamála í þessari undirstöðuatvinnugrein okk- ar. Það er alltaf erfitt að spá - sérstak- lega um framtíðina. Hitt verður mönnum að vera ljóst að ef Islending- ar ná ekki aukinni arðsemi í atvinnu- lífinu, hvort sem það er í eigu einka- aðila, félaga eða hins opinbera, blasir hér við afturför á flestum sviðum þegar líða fer á næstu öld. Snúi menn hins vegar vörn í sókn og noti þær aðferðir, sem hafa reynst öðrum vel, getum við valið okkur eigin framtíð. Svo einfalt er málið. 28

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.