Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 30

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 30
UMHVERFISMAL SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS BS. TEKUR TIL STARFA 26. APRÍL HREINT LAND BETRA LAND! • MUN ÓDÝRARA ER AD LOSA SIG VIÐ FLOKKAÐ SORP EN ÓFLOKKAÐ. • HÆGT ER AÐ SPARA FLUTNINGSKOSTNAÐ Á SORPIMED PRESSUGÁMUM. Sorpförgun hefur um langt árabil verið erfið úrlausnar hér á landi og hefur skapast gífurleg mengun af þeirri lausn sem víð- ast hefur verið gripið til: Að grafa sorpið óflokkað í grennd við sjávarmál, brenna það elleg- ar kasta því í sjóinn. Nú er hins vegar umhverfisbylting í burð- arliðnum hvað þennan þátt áhrærir. 26. apríl nk. mun hefj- ast móttaka á sorpi í nýrri mót- töku- og flokkunarstöð allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæð- isins í Gufunesi þar sem veru- legum hluta þess, er til fellur, verður komið til endurvinnslu en annað bundið í bagga og það urðað á sérstöku svæði. Hér á eftir munum við skyggnast í þann nýja heim sem nú er að opnast okkur sem byggjum höfuðborgar- svæðið. Við kynnum okkur hið nýja fyrirtæki, sem nefnist Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs., öðru nafni Sorpa. Okkur til leiðsagnar er Ög- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. En áður en lengra er haldið er rétt að líta á forsöguna. TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.